„William A. Craigie“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Viðbót um ritstörf
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
== Æviágrip ==
William A. Craigie fæddist í [[Dundee]], [[Skotland]]i, 1867. Foreldrar hans töluðu [[lágskoska]] [[mállýska|mállýsku]], en afi hans í móðurætt talaði [[gelíska|gelísku]]. Einstök tungumálagáfa Williams og uppeldisaðstæður ollu því að hann náði í æsku góðum tökum á skoskum mállýskum.
Hann hóf háskólanám í [[St. Andrews-háskóli|St. Andrews-háskóla]] 1883, brautskráðist 1888, fór síðan í Balliol College í [[Oxford]], en flutti sig eftir eitt misseri yfir í Oriel College. Þekking hans á tungumálum varð með tímanum frábær og sérhæfði hann sig einkum í [[gelíska|gelísku]], fyrri alda [[skoska|skosku]] og Norðurlandamálum, einkum íslensku. Hann hafði mikinn áhuga á [[frísneska|frísnesku]], sem er það mál sem stendur einna næst ensku, og beitti sér í þágu móðurmálshreyfingar Frísa. (Átti m.a. þátt í stofnun [[Frísneska akademíiðakademían|FrísneskaFrísnesku akademísinsakademíunnar]] 1938, og varð þá heiðursfélagi þesshennar). Sagt var að þegar hann var upp á sitt besta hafi hann verið læs á 50 tungumál.
 
Hann var kennari í latínu við St. Andrews háskóla 1893–1897, fluttist svo til Oxford og hóf störf við [[Oxford English Dictionary]] 1897 og varð þriðji ritstjóri orðabókarinnar, frá 1901 og þar til útgáfunni var lokið 1928. Hann var aðstoðarritstjóri við vinnslu viðaukans 1933 (með [[Charles Talbut Onions|C. T. Onions]]). Samhliða vinnu við orðabókina var hann kennari í Norðurlandamálum við Taylorian Institute í Oxford, frá 1905. Frá 1916 til 1925 var hann prófessor í [[fornenska|fornesku]] í [[Háskólinn í Oxford|Háskólanum í Oxford]].