„Hálfleiðari“: Munur á milli breytinga

m
ekkert breytingarágrip
m (robot Bæti við: mr:अर्धवाहक)
mEkkert breytingarágrip
 
Eiginleikar hálfleiðara byggjast á ákveðnu bili milli leyfilegra [[orkuástand]]a fyrir rafeindir í hálfleiðarakristalli. Þetta bil kallast [[orkugeil]]. Öll ástönd fyrir neðan þetta bil eru full af rafeindum og öll ástönd fyrir ofan það eru laus, fyrir utan tiltölulega fáar rafeindir sem stökkva yfir bilið fyrir tilstilli varmaorku. Þessar rafeindir geta leitt rafstraum í gegnum kristalinn. Þegar hitastigið hækkar, eykst fjöldi rafeinda sem hafa nógu mikla varmaorku til að stökkva yfir bilið og þess vegna eykst eðlisleiðnin. Með því að blanda litlu magni af öðrum efnum (þetta kallast að íbæta hálfleiðarann og aukaefnin kallast íbæting) er hægt að bæta við aukarafeindum sem halda sig stöðugt fyrir ofan orkugeilina. Þá kallast efnið n-efni. Með því að íbæta með annars konar efnum er hægt að búa til ''holur'' fyrir rafeindir fyrir neðan orkugeilina. Þá er talað um p-efni. Hvort fyrir sig eykur leiðnina, en ekki er hægt að gera hvort tveggja í einu. Virkni hálfleiðaratóla byggist að miklu leiti á samskeytum milli p-efnis og n-efnis.
 
 
== Hálfleiðandi efni ==
18.177

breytingar