„Borðspil“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 113:
* '''[[Hugleikjafélag Reykjavíkur]]''' var stofnað 21. nóvember 2010 með það að markmiði að auka þátttöku í borðspilum, herkænskuspilum, safnkortaspilum, spunaspilum og tölvuleikjum, sem ganga undir nafninu hugleikir. Félagið rekur félagsheimili í húsnæði á vegum verslunarinnar Nexus að Hverfisgötu 103. Hvert áhugasvið innan Hugleikjafélags Reykjavíkur er úthlutaður einn dagur í viku þar sem félagsmenn geta hist og stundað áhugamálið. Borðspil eru spiluð á mánudögum.
 
* [http://www.facebook.com/leikjavik Leikjavík] er verkefni styrkt af [[Reykjavík|Reykjavíkurborg]] um rekstur á stað í Reykjavík þar sem hver sem er getur litið inn, hitt fólk og spilað borðspil að kostnaðarlausu. Leikjavík var opnuð 12. nóvember 2010 í húsnæði [[http://multikulti.is/ Múltí Kúltí]] að Barónsstíg 3. Verkefnið er einnig stutt af verslununum Spilavinir og Nexus. Leikjavík er opin öll kvöld vikunnar nema mánudagskvöld milli klukkan 19 og 23.
 
* '''[[Sfinxinn (borðspil)|Sfinxinn]]''' er borðspilafélag sem stofnað var í febrúar 2010 í Reykjavík. Félagið hefur ekki fasta staðsetningu þar sem félagsmenn hittast og spila borðspil en spilaði í spilasal verslunarinnar Nexus á mánudagskvöldum allt til stofnunar Hugleikjafélags Reykjavíkur í lok nóvember 2010. Félagsmenn sjálfir koma með eigin spil á spilakvöldin en flest spilin flokkast sem evrópsk borðspil. Sfinxinn hefur haldið lítil borðspilamót, meðal annars í kortaspilinu Dominion. Skipulag og samskipti félagsmanna fer fram á vefsvæði félagsins á http://sfinxinn.net þar sem félagið heldur úti líflegu spjallborði.