„Hvalsey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: pl:Hvalsey
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Bærinn og kirkjan í '''Hvalseyjarfirði''' (í sumumseinni tíma heimildum er kirkjustaðurinn nefndur '''Hvalsey''' eftir styttingu í lýsingu af brúðkaupinu 1408) er einn af þekktari stöðum frá tímum norrænna manna á [[Grænland]]i. Bæði er að þar eru mestu rústir uppistandandi frá þessum tímum og að síðustu rituðu heimildir frá norrænum Grænlendingunum fjalla um þennan stað. Í [[Landnámabók]] er Þorkell farserkur nefndur sem landnámsmaður þar, einnig er sagt að hann hafi verið heygður í túninu og gengið aftur til að fylgjast með afkomendum sínum. Hvalseyjarfjörður var í miðri [[Eystribyggð]] ekki langt frá [[Brattahlíð|Bröttuhlíð]] og biskupssetrinu á [[Garðar (Grænlandi)|Görðum]].
 
í kirkjulýsingu Ívars Bárðarsonar er bærinn sagður norsk konungsjörð og heiti Þjóðhildarstaðir en kirkjan Hvalseyjarfjarðarkirkja.
 
Hvalseyjarfjörður er í næsta nágrenni við [[Qaqortoq]], höfuðbyggð Suður-Grænlands, og nefnist nú Qaqortukulooq, fjörðurinn sjálfur Qaqortup Imaa og eyjan Hvalsey heitir Arpatsivik.
Lína 5 ⟶ 7:
==Rústir og bæjarstæði==
[[Mynd:Hvalsey.jpg|300px|thumb|Rúst af kirkjunni í Hvalseyjarfirði]]
Miðaldabærinn í Hvalseyjarfirði stóð undir því fjalli sem nú heitir Qaqortoq sem er um 1000 m hátt, hvað hinir fornu Grænlendingar kölluðu fjallið er óþekkt. Undirlendi er fremur lítið mest löng og mjó landræma milli fjalls og fjöru. Góð höfn var í firðinum og hefur það verið mikill kostur. Fjölda rústa er að finna í Hvalseyjarfirði og hafa 14 hús verið á heimabænum. Er kirkjan í sérflokki enda eftir atvikum mjög vel varðveitt, hlaðin úr sérvöldu grjóti og standa veggirnir enn. Að ytra máli er kirkjubyggingin um 16 x 8 m og veggirnir um 1,5 á þykkt. Gaflarnir eru enn á milli 5 og 6 m á hæð og hafa sennilega verið um tveimur metrum hærri meðan þeir voru óskemmdir. Langveggirnir eru um 4 m á hæð og hafa verið eitthvað hærri frá upphafi. Sennilegast hefur kirkjan verið timburklædd að innan og með [[Torf|tyrfðu]] timburþaki, en engar leifar hafa fundist af því né aðrir hlutir í kirkjunni. Af byggingarlagi álykta fræðimenn að byggingin hafi verið reist í upphafi [[14. öld|14. aldar]].
 
Knut Poulsen, bæjarverkfræðingur Qaqortoq fann brot úr bronsklukkum í fjörunni í Hvalsey, gegnt kirkjustæðinu um 1990.
 
Rústir af tveimur veisluskálum hafa fundist. Svo nefndur gamli skáli er fyrir miðju í bæjarstæðinu. Hann hefur verið 14 metra langur og þrír til fjórir og hálfur metrar á breidd en er mjög illa farinn af malaskriðum úr fjallshlíðinni, sem hafa runnið yfir hann. Svo kallaður nýi veisluskáli er sennilega með yngstu byggingum í Hvalseyjarfirði, um 8 metra langur og 5 metra breiður. Hann er vel varðveittur enda hlaðinn á saman hátt og kirkjan. Mögulega hefur hér verið aðalbygging konungsjarðarinnar.
 
[[Mynd:KirchenruineHvalsey.jpg|300 px|thumb|Kirkjurústin undir fjallinu]]
Lína 16 ⟶ 20:
“Næst Einarsfirði liggr Hvalseyjarfjörðr. Þar er kirkja, sem heitir Hvalseyjarfjarðarkirkja. Hún á allan fjörðinn ok svá allan Kambstaðafjörð, sem er næstr. Í þessum firði stendur bær mikill, sem konungi tilheyrir og heitir Þjóðhildarstaðir."
 
Eðlilegt er að ætla að þar með heiti höfuðból Hvalseyjarfjarðar Þjóðhildarstaðir, þar sem ekkert höfuðból er í næsta firði, sem er svo til óbyggilegur. Kirkjan er því væntanlega byggð af noregskonungiNoregskonungi. Hún er auk þess staðsett mitt á milli biskupssetursins að Görðum og Brattahlíðar, þar sem höfuðætt Grænlendinga bjó. Konungur skipti auk þess með sér og kirkjunni öðrum helstu jörðum Eystribyggðar, nema gamla ættarsetrinu í Brattahlíð. Þetta skýrir m.a. hversvegna svo stór kirkja stendur mitt á milli tveggja höfuðbóla Grænlands, hver byggði hana og hversvegna bær sem ekki stóð á eynni Hvalsey er í nýrri heimildum kallaður Hvalsey.
 
Auk þess má minna á að Ívar Bárðarson skrifaði ekki Grænlandslýsingu sína, heldur er hún höfð eftir honum, sem og að upphaflega handritið er glatað. Elsta handritið er dönsk 16. aldar þýðing sem segir ekki skírt að kirkjan stendur á bænum, heldur einfaldlega í firðinum. Þarna er bara eitt höfuðból, og ein kirkja.