„Tvígildislögmálið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
YurikBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: it:Principio di bivalenza
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Í [[rökfræði|hefðbundinni rökfræði]] jafngildir tvígildislögmálið þeirri niðurstöðu að engin staðhæfing sé hvorki sönn né ósönn. Staðhæfing sem virðist hvorki vera sönn né ósönn er óákvarðanleg. En vandinn er þá ekki rökfræðilegur heldur [[þekkingarfræði|þekkingarfræðilegur]], þ.e.a.s. vandinn liggur þá í því að ekki er hægt að ''vita'' hvort staðhæfingin er sönn eða ósönn, en ekki í því að staðhæfingin sé ef til vill hvorki sönn né ósönn.
 
Í annars konar rökfræði, til dæmis [[marggildisrökfræði]], getur P haft fleiri sanngildi en einungis "satt"„satt“ eða "ósatt"„ósatt“, til dæmis ''hlutlaust'' sanngildi og þar með verið hvorki sönn né ósönn. Ef til vill er frægasta dæmið um að heimspekingur telji staðhæfingar geta haft hlutlaust sanngildi að finna í 9. kafla verksins ''Um túlkun'' (''De Interpretatione'') eftir [[Aristóteles]] en þar virðist hann gera undantekningu á tvígildislögmálinu varðandi staðhæfingar um framtíðina og segja að þær geti verið hvorki sannar né ósannar; þó ber að hafa í huga að umdeilt er hvernig á að skilja þann kafla.
 
''Sjá einnig [[Tvígildislögmálið og skyld lögmál|grein um skyld lögmál]].''