„Skylmingar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
Elsta skylmingahandrit sem varðveitt er í Evrópu kallast MS I.33 og er varðveitt í Bretlandi. Það er talið ritað af þýskum munkum á 13. öld og fjallar um hvernig barist er með buklara og sverði. En skylmingar með buklara og sverði voru nýleg list á 13. öld og m.a. er sagt í Íslendinga sögu frá þýskum málaliða Snorra Sturlusonar, Herburt, sem snjallastur var í þeirri hernaðarlist. Ljóst er þó að á Sturlungaöld var einnig barist með stórum skjöldum ásamt buklurum, en þessar eldri aðferðir voru nokkuð frábrugðnar þeirri nýju með buklurunum. Þessi bardagalist var vinsæl meðal borgara löngu eftir henni var útrýmt af vígvöllum, en hinn smái buklari úreltist eftir því sem lásbogum og öðrum handskotvopnum fjölgaði.
 
Eftir því sem líður á hámiðaldir fjölgar skylmingahandritunum og skiptast þau gróflega í Suður þýska hefð, og Norður ítalska. Sú þýska virðist hafa verið ríkjandi í Norður Evrópu, en hún er iðullega kennd við Bæverjan [[Jóhannes Liechtenhauer]] sem fæddist á miðri 14.öld. Hann er sagður hafa ferðast um alla Mið Evrópu og lært skylmingaaðferðir þær sem voru þá stundaðar. Mikill fjöldi er til af handritum lærisveina hans og í þeim er fjallað um notkun allra helstu vopna miðalda og fangbragða. Þar má meðal annars finna öll brögð íslensku glímunnar eins og hún er stunduð í dag utan hugsanlega tvö: ristarbragð og krækju.
 
[[Flokkur:Skylmingar| ]]