„Claudíus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 19:
ætt = Julíska-claudíska ættin |
}}
Sæþór Hallgrímsson'''Tiberius Claudius Caesar Augustus Germanicus''' ([[1. ágúst]] [[10 f.Kr.]] – [[13. október]] [[54]]), áður '''Tiberius Claudius Drusus Nero Germanicus''' en þekktastur sem '''Claudius''' (stundum skrifað '''Kládíus'''<ref> [http://timarit.is/search_init.jsp?lang=is&navsel=0&orderby=score&q=%2B%22kl%E1d%EDus%22%2B%22keisari%22&searchtype=wordsearch Tímarit.is]</ref>) , var fjórði [[Rómaveldi|rómverski]] [[Rómarkeisari|keisarinn]] af [[Julíska-claudíska ættin|julísku-claudísku ættinni]]. Hann ríkti frá [[24. janúar]] [[41]] til dauðadags árið [[54]]. Claudius fæddist í Lugdunum í [[Gallía|Gallíu]] (í dag [[Lyon]] í [[Frakkland]]i). Foreldrar hans voru [[Nero Claudius Drusus|Drusus]] og [[Antonia Minor]]. Claudíus var fyrsti rómverski keisarinn sem fæddist utan [[Ítalía|Ítalíu]].
 
Claudíus þótti ekki líklegur til að verða keisari. Sagt var að hann væri fatlaður og fjölskylda hans hafði nánast útilokað hann úr opinberu lífi þar til hann gegndi embætti ræðismanns ásamt frænda sínum [[Calígúla]] árið [[37]]. Fötlunin kann að hafa bjargað honum frá örlögum margra annarra rómverskra yfirstéttarmanna þegar [[Tíberíus]] og Calígúla ríktu og létu taka marga af lífi sem þeir töldu ógna sér. Þegar Calígúla hafði verið ráðinn af dögum hyllti lífvörður keisarans hann sem keisara en þá var hann síðasti fullorðni karlmaðurinn í sinni ætt. Þrátt fyrir reynsluleysi í stjórnmálum reyndist Claudíus vera hæfur stjórnandi og mikill framkvæmdamaður. Á valdatíma hans stækkaði Rómaveldi allnokkuð og lögðu Rómverjar m.a. undir sig [[Bretland]]. Claudíus var áhugasamur um lög og lagasetningu, hann dæmdi í opinberum réttarhöldum og felldi allt að 20 dóma á dag. Aftur á móti þótti hann ekki sterkur stjórnandi, einkum af yfirstéttinni. Claudíus neyddist til að vera sífellt á verði um völd sín og leiddi það til dauða margra rómverskra öldungaráðsmanna. Claudíus átti ekki sjö dagana sæla í einkalífi sínu og var á endanum myrtur af þeim sem stóðu honum næst. Orðspor hans beið hnekki af þessum sökum meðal fornra höfunda. Sagnfræðingar nú á dögum hafa mun meira álit á Claudíusi.