„Megadeth“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 4:
 
== Saga 1981-1990 ==
Saga sveitarinnar hófst árið 1981 þegar Lars ulrich, James Hetfield, Cliff Burton og Dave Mustaine stofnuðu hljómsveitinna [[Metallica]]. Sú hljómsveit spilaði í litlum klúbbum og börum og varð fljótt gríðarlega vinsæl „neðanjarðar“ hljómsveit. Á þessum tíma var Dave Mustaine á kafi í drykkju og vegna gríðarlegrar drykkju og ofbeldishneigðar gagnvart hinum meðlimum hljómsveitarinnar var hann rekinn árið 1983. Mustaine varð reiður út í fyrrum félaga sína og leitaði hefnda,hann vildi búa til hljómsveit sem væri hraðari, þyngri og betri en Metallica. Hann skýrði nýju sveitina Megadeth. Fyrsta „lineup“ sveitarinnar samanstóð af Mustaine (gítar), Greg Handevidt (gítar), Dave Ellefson (bassi) og Dijon Carruthers(trommur). Carruthers og Handevidt voru fljótt reknir og í staðinn fyrir Carruthers kom Lee Rausch og í staðinn fyrir Handevidt Kerry King. Eftir margendurteknar tilraunir til að næla sér í söngvara gafst Mustaine upp og tók upp á því að syngja sjálfur. Þeir tóku upp fyrsta demóið snemma árið 1984 sem samanstóð af þrem lögum en þau voru: „Last rites/loved to death“",„Skull beneath the skin“ og „Mechanix“. Eftir að hafa spilað nokkur gig snemma 1984 var trommarinn Lee Rausch rekinn og í staðinn kom Gar Samuelsson. Eftir að þeir gáfu út demóið fengu þeir samning hjá Combat Records og í desember 1984 kom nýr gítarleikari í stað Kerry King en það var vinur Gar Samuelsson, Chris Poland. Snemma árið 1985 fengu þeir 8.000 dali til að taka upp fyrstu plötuna. Þeir tóku upp plötuna sjálfir. Þrátt fyrir lélega framleiðslu fékk fyrsta platan þeirra „Killing is my business... And business is good!“ frábæra dóma og gerði þá fljótt vinsæla hjá hardcore metal aðdáendum. Sumarið 1985 túruðu þeir Bandaríkin og Kanada til að kynna „Killing is my business“ með „Exciter“,meðan á túrnum stóð hætti Chris Poland tímabundið og Mike Albert kom í staðinn, en í október 1985 kom hann aftur og þá burjuðu þeir að taka upp aðra plötu þeirra, Peace sells... But who's buying??. þeir luku upprunarlega við peace sells í mars 1986 en voru óánægðir með gæðin svo að þeir hættu með samningin við combat og tóku upp við Capitol Records. Upptökustjórinn Paul Lani remixaði plötuna og var hún gefin út undir Capitol Records í Nóvember 1986, platan kom Megadeth á kortið sem stóra metal hljómsveit, en hún seldist í yfir milljón eintökum bara í Bandaríkjunum og fékk stórkostlega dóma, en hún er ennþá í dag talinn ein af bestu og áhrifamestu metal plötum sögunnar. Platan var sú fyrsta sem að listamaðurinn Ed Repka teiknaði coverið af og var mustaine gríðarlega ánægður með verk hans en coverið var þannig að lukkudýr sveitarinnar „Vic Rattlehead“ stendur fyrr framan niðurbrotna byggingu sameinuðu þjóðanna með herþotur fljúgandi fyrir ofan sig og heldur um skilti sem segir peace sells. Í febrúar 1987 var sveitin fengin til að hita upp fyrir Alice Cooper og sama ár fóru þeir í fyrsta heimstúrinn sinn sem aðal hjómsveit. Í júlí 1987 voru Chris Poland og Gar samuelsson reknir. Chuck Behler kom í staðinn fyrir Samuelsson og Jeff young í staðinn fyrir Poland. Í ágúst árið 1987 byrjuðu þeir að taka upp sína þriðju plötu So far, so good... So what! Paul Lani tók upp plötuna eins og fyrr og eyddu þeir fimm mánuðum í upptökurnar. Á þessum tíma var Mustaine búinn að ná botninum í dópneyslu sinni og því gengu upptökurnar hræðilega illa og var Lani rekinn vegna deilna við Mustaine og Micheal Wagener kom í staðinn. Platan kom út í janúar 1988 og seldist vel en fékk slæma dóma gagnrýnenda, platan innihélt hinsvegar tvö gríðarlega vinsæl lög „Set the world afire“ og „In my darkest hour“ sem að Mustane samdi fyrir Cliff Burton eftir að hann dó í rútuslysi en hann var eini meðlimur Metallica sem að Mustaine hafði einhverjar mætur á. Í júní 1988 kom sveitin fram í heimildamyndinni The decline of western civilization II: The metal years. Mustaine fannst myndin vera ömurleg en honum fannst sveitin vera sett upp á sama stall og einhverjar skíta hljómsveitir. Í febrúar 1988 byrjuðu þeir að túra um heiminn til að kynna So far so good.... en þeir hituðu upp fyrir [[ Dio]]. Í ágúst 1988 spiluðu þeir á Monsters of rock-hátíðinni fyrir meira en 100.000 manns með [[Kiss]], [[Iron Maiden]], Helloween, [[David Lee Roth]] og [[Guns N' Roses]]. Seinna sama ár rak Mustaine bæði Behler og Young og í júlí 1989 var Nick Menza ráðinn í hans stað en erfitt var að finna nýan gítarleikara. Um sumarið 1989 var Mustaine handtekinn fyrir að keyra fullur og eftir það fór hann í meðferð og varð edrú í fyrsta sinn í 10 ár. Næstu mánuðir fóru allir í að finna nýjan gítarleikara en áheyrnaprufur voru haldnar og ætluðu þeir að ráða Dimebag nokkurn Darrell en hann neitaði. Loks fundu þeir nýan gítarleikara Marty Friedman að nafni og var þá komið það sem er af mörgum talið besta Megadeth lineuppið: Dave Mustaine (söngur, gítar), Dave Ellefson(bassi), Marty Friedman (gítar) og Nick Menza (trommur). Í mars 1990 byrjuðu þeir að taka upp sína næstu plötu með Mike Clink sem upptökustjóra og var þetta fyrsta platan sem að þeir tóku upp edrú og gengu því upptökurnar vel en Mike Clink var fyrsti upptökustjórinn sem að var ekki rekinn meðan á upptökum stóð. þeirra fjórða plata Rust in Peace var gefinn út 24.september 1990 og var hún gríðarlegt hit bæði hjá gagnrýnendum og aðdáendum en hún náði í 23 sæti á bandaríska bilboard listanum, 8. sæti í Bretlandi, og var tilnefnd til tveggja grammy verðlauna, platan fékk líka eins og peace sells... stórkostlega dóma hjá gagnrýnendum og er með henni oft sögð besta plata Megadeth og ein besta Thrash/Metal plata sögunnar.{{heimild vantar}}
 
== Saga 1990-2009 ==