Katrín Oddsdóttir

Katrín Oddsdóttir er fædd 22. ágúst 1977 og er íslenskur lögfræðingur.

Menntun

breyta

Katrín lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 1997 og BA. gráðu í blaðamennsku og fjölmiðlafræði frá Dublin City University árið 2001. Hún stundaði meistaranám í Understanding and Securing Human Rights við Institute of CommonWealth Studies árin 2006-2007 og útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010. Katrín öðlaðist Héraðsdómslögmannsréttindi síðar það ár.[1]

Starfsferill

breyta

Katrín starfaði sem sjálfstæður blaðamaður á árunum 1997 – 2002 og skrifaði m.a. greinar fyrir Morgunblaðið, Rás 2 og ýmis tímarit. Katrín kenndi fjölmiðlafræði í stundakennslu við Verkmenntaskóla Austurlands frá 2002 til 2003 og var á sama tíma blaðakona á Austurglugganum – Héraðsfréttablaði. Katrín starfaði einnig sem blaðamaður hjá Fróða útgáfu frá 2003 til 2004.

Á tímabilinu 2004 - 2006 vann Katrín hjá Fíton auglýsingastofu og annaðist hugmynda- og textagerð. Með námi vann Katrín hjá Prison Reform Trust - hagsmunasamtökum sem berjast fyrir bættum réttindum fanga í Bretlandi. Hún starfaði á fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands sem verkefnastjóri að verkefnum tengdum þróun og stefnum bankans varðandi umhverfismál og samfélagslegri ábyrgð og hefur starfað sem lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson and Partners.[2] Katrín var fulltrúi í stjórnlagaráði sem skilaði tillögum að nýrri Stjórnarskrá Íslands árið 2011.

Annað

breyta

Katrín Oddsdóttir vakti athygli þegar hún hélt ræðu 22.nóvember á mótmælafundi 7 sem var haldinn í kjölfar efnahagskreppunnar. Ræðan var kröftug og komu upp gagnrýnisraddir í kjölfarið frá samnemendum Katrínar  í Háskólanum í Reykjavík þar sem þeir gagnrýndu ræðuna og sögðu að hún hefði farið með rangt mál í ræðu sinni og drógu það í efa að hún væri laganemi. [3] Katrín svaraði því á þann hátt að lög mætti túlka og hver myndi gera það á sinn hátt og að hún léti ekki gagnrýnisraddir segja sér hvort hún mætti kalla sig laganema eða ekki.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. http://rettur.is/starfsfolk/katrinoddsdottir/
  2. http://www.stjornlagarad.is/fulltruar/fulltrui/item32950/Katrin_Oddsdottir/
  3. http://www.ru.is/haskolinn/frettir/hr-ingar/nr/12790     
  4. http://www.visir.is/rottaeki-laganeminn-blaes-a-gagnryni-samnemenda/article/2008381509218