Kantata er skáldsaga eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur. Sagan er fjölskyldusaga. Í henni er greint frá hópi fólks, Nönnu sem sinnir garðinum sínum, Dúa sem vinnur á hóteli, hóteleigandanum Gylfa, leikaranum Hjálmari og fleirum. Í byrjun er misskýrt hvernig persónurnar tengjast en svo koma fjölskyldutengsl þeirra í ljós. Inn í líf fjölskyldunnar kemur síðan erlendur ljósmyndari. Sögumaður fylgir persónum fjölskyldunnar eftir til skiptis og segir frá í þriðju persónu en inn á milli koma svo fyrstu persónu frásagnir fólks sem flestar tengjast fjölskyldunni lauslega.

Engin ein persóna er hreinræktuð miðja frásagnar sem lesendur geta samsamað sig við. Fléttan eða frásagnaraðferðin er aðalatriði en ekki persónurnar eða söguþráðurinn. Nanna sem ræktar garðinn kemst næst því að vera aðalpersóna sögunnar. Hún ræktar garðinn og hugsar um húsið og skapar þannig aðstæður fyrir karlana að sinna hugðarefnum sínum. Ræktunarstarfið í garðinum er átök við náttúruna og Nanna leggur áherslu á fullkomið umhverfi, að skapa leikmynd.

HeimildirBreyta