Kölnarbjór (þýska: Kölsch) er ljóst öl sem er framleitt í Köln í Þýskalandi. Kölnarbjór er ljósgullinn á lit með afgerandi humlabragði. Hann er yfirgerjaður hratt við um 20 °C hita en síðan látinn þroskast í kaldri geymslu við 14-16 °C. Hann er að jafnaði um 4,8% að styrkleika. Venjan er að drekka Kölnarbjór úr háum mjóum og beinum glösum sem eru kölluð „stangir“ (þýska: Stangen).

Kölnarbjórkrans
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.