Japansgreni

(Endurbeint frá Kínagreni)

Japansgreni (Picea jezoensis eða Picea yezoensis) er stórt sígrænt tré sem verður 30 til 50 metra hátt og með stofnþvermál að 2 metrum. Það er upprunnið frá norðaustur Asíu, frá fjöllum mið Japan og Changbai fjöllum á landamærum Kína og Norður Kóreu, norður til austur Síberíu, ásamt Sikhote-Alin, Kúrileyjar, Sakalínfylki og Kamsjatka. Það vex í svölum en rökum tempruðum regnskógum, og hvergi er útbreiðslusvæðið lengra frá Kyrrahafinu en 400 km.

Japansgreni
Japansgreni
Japansgreni
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. jezoensis

Tvínefni
Picea jezoensis
(Siebold & Zucc.) Carr.
Samheiti
  • Abies ajanensis (Fisch. ex Carrière) Rupr. & Maxim.
  • Abies ajanensis Lindl. & Gord.
  • Abies ajanensis var. microsperma (Lindl.) Mast.
  • Abies firma var. jezoensis (Siebold & Zucc.) Carrière
  • Abies jezoensis Siebold & Zucc.
  • Abies microsperma Lindl.
  • Picea ajanensis Fisch. ex Carrière
  • Picea ajanensis var. microsperma (Lindl.) Mast.
  • Picea ajanensis var. subintegerrima Trautv. & C.A.Mey.
  • Picea austromandshurica Silba
  • Picea kamtchatkensis Lacass.
  • Picea manshurica Nakai
  • Picea microsperma (Lindl.) Carrière
  • Picea yezomonii Beissn.
  • Pinus firma var. jezoensis (Siebold & Zucc.) Endl.
  • Pinus jezoensis (Siebold & Zucc.) Antoine
  • Pinus jezoensis f. microsperma (Lindl.) Voss
  • Pseudotsuga jezoensis (Siebold & Zucc.) W.R.McNab
  • Tsuga ajanensis (Fisch. ex Carrière) Regel
  • Veitchia japonica Lindl.[1]

Lýsing breyta

Börkurinn er þunnur og hreistraður, verður sprunginn á eldri trjám. Krónan er breiðkeilulaga. Sprotarnir eru föl gulbrúnir, hárlausir en með áberandi nálanöbbum. Barrið er nálarlaga, 15 til 20 mm langt, 2 mm breitt, langydd, beggja vegna dálítið kjalað, dökkgrænt að ofan með engum loftaugum, og bláhvítt til hvítt að neðan með tvemur breiðum loftaugarendur.

Könglarnir eru hangandi, mjósívalir, 4 til 7 sm langir og 2 sm breiðir (lokaðir), opnir að 3 sm breiðir. Þeir eru með þunnar, sveigjanlegar köngulskeljar 12 til 18 mm langar. Þeir eru fyrst græn eða rauðleitir, og verða fölbrúnir við þroska 5 til 6 mánuðum eftir frjóvgun. Fræin eru svört, 3 mm löng, með grönnum, 6 til 8 mm löngum fölbrúnum væng.

Undirtegundir breyta

Það eru tvær landfræðilegar undirtegundir, meðhöndlaðar sem afbrigði af sumum höfundum, og sem aðskildar tegundir af öðrum:

  • Picea jezoensis subsp. jezoensis (Jezo spruce). Allt búsvæðið nema þar sem P. jezoensis ssp. hondoensis er, suður til Hokkaidō, Japan. Sprotar mjög fölgulbrúnir, næstum hvítir; loftaugarákir bláhvítar; könglarnir fölbrúnir með sveigjanlegu köngulhreistri.
  • Picea jezoensis subsp. hondoensis (Mayr) P. A. Schmidt (Hondo spruce). Einangraður suðlægur stofn á háfjöllum mið Honshū, Japan. Sprotar daufgul-brúnir til gulrauð-brúnir, sjaldnar mjög fölir, loftaugarendur skærhvítar; könglar rauðgul-brúnir með stífu köngulhreistri.

Japansgreni er náskylt sitkagreni (Picea sitchensis), sem tekur við því hinum megin við norðanvert Kyrrahafið. Þau, og sérstaklega undirtegundin jezoensis, geta verið illgreinanleg í sundur, en skortur á loftaugum á efra borði barrs P. jezoensis er auðveldasta greiningaratriðið. Barrið á japansgreni er einnig nokkuð sljóyddara og ekki eins hvasst kjalað, en á sitkagreni.

Ræktun á Íslandi breyta

Japansgreni hefur verið í ræktun á Hallormsstað. Árið 2004 var japansgreni sent þaðan til Grænlands til ræktunar í trjásafni í Eiríksfirði.[2]

Nytjar breyta

Japansgreni er mikilvægt austast í Rússlandi og norður Japan, vegna timburs og pappírsframleiðslu. Mikið af því sem er höggið ekki sjálfbært (og oft ólöglega) í ósnertum náttúrulegum skógum.

Því er stundum plantað sem prýðistré í stórum görðum.

Strengjahljóðfæri Ainúa kallað tonkori hefur búk úr japansgreni.

Tilvísanir breyta

  1. Japansgreni. The Plant List. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 maí 2019. Sótt 27. mars 2015.
  2. Plöntur til Grænlands. Morgunblaðið 31. júlí 2004 (207. tbl.), bls. 17.

Ytri tenglar breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.