Benedikt 16.

Páfi kaþólsku kirkjunnar frá 2005 til 2013
(Endurbeint frá Joseph Alois Ratzinger)

Benedikt XVI. (opinber útgáfa á latínu Benedictus PP. XVI; 16. apríl 1927 – 31. desember 2022) skírður Joseph Alois Ratzinger var páfi kaþólsku kirkjunnar frá 2005 til 2013. Hann var kjörinn páfi 19. apríl 2005, 17 dögum eftir fráfall Jóhannesar Páls II. Benedikt var 78 ára þegar hann var kjörinn. Hann varð þar með elsti einstaklingurinn til að ná kjöri sem páfi síðan Klement XII. varð páfi árið 1730, einnig 78 ára að aldri. Benedikt sagði af sér embætti i febrúar 2013 og tók sú afsögn gildi 28. febrúar. Benedikt er fyrsti páfinn sem segir af sér embætti síðan Gregoríus XII. gerði það árið 1415 og sá fyrsti sem gerir það sjálfviljugur frá afsögn Selestínusar V. árið 1294.

Benedikt 16.
Skjaldarmerki Benedikt XVI
Páfi
Í embætti
19. apríl 2005 – 28. febrúar 2013
ForveriJóhannes Páll 2.
EftirmaðurFrans
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. apríl 1927(1927-04-16)
Marktl, Þýskalandi
Látinn31. desember 2022 (95 ára) Vatíkanið
ÞjóðerniÞýskur (með vatíkanskan ríkisborgararétt)
TrúarbrögðKaþólskur
Undirskrift

Ratzinger var virtur guðfræðingur áður en hann varð erkibiskup af München og kardináli árið 1977. Árið 1981 skipaði Jóhannes Páll páfi II. hann æðsta yfirmann þeirrar deildar kaþólsku kirkjunnar sem sér um að viðhalda réttrúnaði. Árið 1998 varð hann svo varaformaður Kardinálaráðsins og 2002 formaður.

Ef litið er á fyrri verk og störf Benedikts innan kaþólsku kirkjunnar má sjá að hugsunarháttur hans var um margt líkur hugsunarhætti Jóhannesar Páls II., fyrirrennara hans. Hann virtist mótfallinn því að kirkjan slakaði á sinni hefðbundnu andstöðu við fóstureyðingar, getnaðarvarnir og fleira. Val hans á nafninu Benedikt sagði hann vera vísun til Benedikts XV sem var páfi meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð og í heilagan Benedikt sem þótti sýna að honum þótti kirkjan standa höllum fæti og að hann ætlaði sér að reyna að rétta hlut hennar.[1]

Benedikt lést á gamlársdag árið 2022, tæpum áratug eftir að hann sagði af sér.[2]

Tilvísanir breyta

  1. „Páfi hættir í lok mánaðar“. RÚV. 11. janúar 2013. Sótt 11. september 2019.
  2. Alexander Kristjánsson (31. desember 2022). „Íhaldssami páfinn sem rauf hefðina látinn“. RÚV. Sótt 6. janúar 2023.


Fyrirrennari:
Jóhannes Páll 2.
Páfi
(19. apríl 200528. febrúar 2013)
Eftirmaður:
Frans


   Þetta æviágrip sem tengist trúarbrögðum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.