Janet Napolitano er meðlimur Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hún er fædd þann 29. nóvember 1957 og er lögfræðingur að mennt. Hún útskrifaðist frá lagaháskólanum í Virginia (e. Lagaskóla Virginíu-háskóla)

Janet Napolitano
Janet Napolitano árið 2009.
Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
21. janúar 2009 – 6. september 2013
ForsetiBarack Obama
ForveriMichael Chertoff
EftirmaðurJeh Johnson
Fylkisstjóri Arizona
Í embætti
6. janúar 2003 – 21. janúar 2009
ForveriJane Dee Hull
EftirmaðurJan Brewer
Persónulegar upplýsingar
Fædd29. nóvember 1957 (1957-11-29) (66 ára)
New York-borg, New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarísk
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
HáskóliSanta Clara-háskóli
Virginíuháskóli
Undirskrift

Ferill

breyta

Árið 1998 tók Napolitano við stöðu ríkissaksóknara Arizona. Árið 2002 vann hún nauman sigur yfir mótframbjóðanda sínum, Matt Salmon, í ríkisstjórnakosningum og tók þar með við sem ríkisstjóri Arizona en Napolitano var þriðja konan til að sinna því embætti. Hún var svo endurkjörin sem ríkisstjóri árið 2006 og var þar með fyrsta konan til að hljóta endurkjör sem ríkisstjóri Arizona.

Árið 2006 var Napolitano nefnd sem ein af átta konum sem þóttu líklegar til að fara í forsetaframboð í kosningunum 2008 en þegar kom að frambjóðendavali Demókrata studdi hún Barack Obama í hlutverkið.

Í janúar 2009 var Napolitano skipuð Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna (e. Secretary of Homeland Security) og var hún fyrsta konan til að hljóta það embætti.

Napolitano sat sem forseti Kaliforníuháskóla frá 2013 til 2020.

Gagnrýni

breyta

Napolitano hefur ekki verið laus við gagnrýni á pólitískum ferli sínum en sem dæmi má nefna ummæli hennar um að þeir sem ábyrgir voru fyrir skipulagningu hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 hefðu komið inn í Bandaríkin í gegnum landamæri Kanada. Napolitano var einnig sökuð um brot á jafnréttislögum í júlí 2012 en karlkyns starfsmaður Heimavarnaráðuneytisins lagið fram kvörtun á hendur henni þess efnis að konur fengju frekar stöðuhækkun í ráðuneytinu en karlar.