Jafnaskarð er bóndabýli í um 100 m hæð vestan við Hreðavatn í Norðurárdal. Þar hjá, sunnan og vestan vatnsins, er 150 hektara skógur birkis og barrviðar, sem nefnist Jafnaskarðsskógur. Skógurinn var afgirtur og friðaður af Skógrækt ríkisins árið 1941. Í og við Jafnaskarðsskóg eru merktar gönguleiðir og reiðgötur.

Heimildir breyta

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.