Joséphine de Beauharnais

Keisaraynja Frakka (1763–1814)
(Endurbeint frá Jósefína keisaraynja)

Marie Josèphe Rose Tascher de La Pagerie eða Joséphine de Beauharnais (23. júní 1763 – 29. maí 1814) var fyrsta eiginkona Napóleons Bónaparte, frá 1796 til 1809. Sem slík var hún keisaraynja Frakka frá 1804 til 1809 og drottning Ítalíu frá 1805 til 1809.

Skjaldarmerki Bonaparte-ætt Keisaraynja Frakka
Bonaparte-ætt
Joséphine de Beauharnais
Joséphine de Beauharnais
Ríkisár 18. maí 180410. janúar 1810
SkírnarnafnMarie Josèphe Rose Tascher de La Pagerie
Fædd23. júní 1763
 Les Trois-Îlets, Martinique
Dáin29. maí 1814 (50 ára)
 Rueil-Malmaison, Frakklandi
GröfÉglise Saint-Pierre-Saint-Paul, Rueil-Malmaison, Frakklandi
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Joseph Gaspard Tascher de La Pagerie
Móðir Rose Claire des Vergers de Sannois
EiginmaðurAlexandre de Beauharnais (g. 1779; d. 1794)
Napóleon Bónaparte (g. 1796; skilin 1810)
BörnEugène de Beauharnais
Hortense de Beauharnais

Joséphine hlaut gælunafnið „la belle Créole“ eða Kreóladaman fagra. Hún fæddist á búgarði í Martinique en ferðaðist til Frakklands eftir að hún giftist Alexandre de Beauharnais, sem tók þátt í frönsku byltingunni. Alexandre var tekinn af lífi í Ógnarstjórninni og Joséphine var sjálf fangelsuð í nokkra mánuði. Eftir að henni var sleppt kynntist hún Bónaparte hershöfðingja á skemmtistöðum Parísar og giftist honum. Hjónaband þeirra gerði hana seinna að keisaraynju en samband hennar við tengdafjölskylduna var aldrei gott. Þar sem Joséphine tókst ekki að sjá Napóleon fyrir erfingja skildi keisarinn við hana og hún dró sig til hlés í landeign sinni við Malmaison. Þrátt fyrir að hafa ekki eignast börn með Napóleon átti Joséphine fræga afkomendur úr fyrra hjónabandinu, þar sem dóttir hennar, Hortense de Beauharnais, varð síðar móðir Napóleons III Frakkakeisara. Auk þess varð hún langamma konunga og drottninga Svíþjóðar og Danmerkur í gegn um son sinn, Eugène. Joséphine er einnig minnst fyrir áhuga sinn á tísku og á blómarækt, en setur hennar í Malmaison var þekkt fyrir ægifagran rósagarð sinn.

Heimild

breyta