Opna aðalvalmynd

Jón Laxdal (leikari)

(Endurbeint frá Jón Laxdal Halldórsson)

Jón Laxdal Halldórsson (fæddur 7. júní 1933, dáinn 15. maí 2005) var leikari og leikstjóri.

Jón Laxdal
Fædd(ur) 7. júní 1933(1933-06-07)
Ísafjörður, Ísland
Dáin(n) 15. maí 2005 (71 árs)
Kaiserstuhl, Sviss
Þjóðerni Íslenskur
Starf Leikari og leikstjóri
Börn 3
Foreldrar Halldór Friðgeir Sigurðsson
Svanfríður Albertsdóttir

Jón fæddist á Ísafirði. Hann var tólfta barn Halldórs Friðgeirs Sigurðssonar frá Arnardal og Svanfríðar Albertsdóttur frá Ísafirði. Hann lærði við leiklistarskóla Þjóðleikshússins og Max-Reinhardt-Seminar í Vín.

Jón Laxdal lék m.a. Garðar Hólm í Brekkukotsannál (1972) og bóndann Steinar í Paradísarheimt, sem báðar voru gerðar eftir skáldsögum Halldórs Laxness. Jón rak eigið leikhús í Kaiserstuhl í Sviss sín síðustu ár.

Árið 1980 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir leiklistarstörf af Vigdísi Finnbogadóttur.[1]

Árið 2001 komu út endurminningar hans, Lífið lék við mig, sem skráðar voru af Haraldi Jóhannssyni.[2]

HeimildirBreyta

TenglarBreyta