Ingvarir er bær í Svarfaðardal. Hann er á Vesturkjálka vestan Svarfaðardalsár um 4 km innan við Dalvík. Næsti bær er kirkjustaðurinn Tjörn. Líklega hefur verið búið á Ingvörum frá því snemma á öldum. Bæjarins er getið í Svarfdæla sögu. Í fornum bréfum er bærinn jafnan nefndur Ingvarastaðir. Í manntalinu 1703 voru ábúendur fimm: Jón Tómasson (58), Sigríður Jónsdóttir (57) og þrjár dætur þeirra.

Ingvarir í Svarfaðardal.
Ingvarir

Núverandi ábúendur á Ingvörum eru Ottó Freyr Ottósson skipstjóri og Sylvía Ósk Ómarsdóttir bóndi ásamt sonum sínum Bessa Mar og Orra Sæ.