Ingibjörg Lára Ágústsdóttir (oftast nefnd Lára miðill) (15. apríl 18996. febrúar 1971) var íslenskur miðill sem varð uppvís að svikum árið 1940 og var dæmd í eins árs fangelsi. Lára ólst upp hjá Ingibjörgu Einarsdóttur, móðurmóður sinni og Árna Símonarsyni manni hennar á Eystri-Hellum og síðar Arnarhóli í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. Henni bauðst að fara í vist til Reykjavíkur á heimili Einars Kvarans rithöfundar og kynntist þar miðilsfyrirbærum. Hún starfaði sem miðill, greindi sjúkdóma gegnum síma og leitaði að týndum hlutum og spáði fyrir um atburði. Lára var jörðuð í Gaulverjabæjarkirkjugarði.

Tenglar breyta

   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.