Inga Minelgaite

prófessor í viðskiptafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands {{Cite web|url=https://www

Inga Minelgaité (f. 1982) er prófessor í viðskiptafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands[1]. Viðskiptafræðideild tilheyrir Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Inga er fyrst útlendinga til að gegna stöðu prófessors við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands[2]. Hún er umsjónarmaður náms í verkefnastjórnun á meistarastigi við Háskóla Íslands[3]. Helsta rannsóknasvið Ingu er þvermenningarleg forysta. Einnig hefur hún áhuga á nýjum fræðasviðum, svo sem að leiða tímabundin verkefnateymi og fylgimennsku[4].

Akademískur ferill breyta

Inga brautskráðist 2004 með bakklárgráðu í markaðsstjórnun frá ISM University of Management and Economics í Litháen. Hún var yfir verkefnastjórnunarmiðstöð í SMK University of Applied Social Sciences árin 2005-2007. Auk þeirrar stöðu hafði hún umsjón með fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal Life Long Learning sem er hluti af skipulagi Evrópusambandsins[5]. Árið 2008 lauk hún meistaragráðu í viðskiptafræði með áherslu á mannauðs- og starfsmannastjórnun frá Kaunas University of Technology í Litháen. Á árunum 2012-2016 stundaði Inga doktorsnám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands[6] þar sem hún lagði áherslu á þvermenningarlega forystu. Í kjölfarið stundaði hún nýdoktorsrannsóknir 2016-2017 við Háskóla Íslands.

Árið 2017 var Inga ráðin í stöðu lektors við Viðskiptadeild Háskóla Íslands, og síðar dósent 2018-2020. Frá júlí 2020 hefur Inga gegnt prófessorsstöðu við Viðskiptadeild Háskóla Íslands[7].

Rannsóknir og verkefni breyta

Meðal annars hefur Inga tekið þátt í eftirfarandi rannsóknum og verkefnum:

  • Frá árinu 2015 hefur Inga verið svæðisstjóri í norðausturhluta Mið-Evrópu fyrir verkefnið Global Preferred Leadership and Cultural Values[8].
  • Frá árinu 2017 hefur Inga verið samstarfsaðili fyrir Ísland í GLOBE verkefninu, sem er stærsta þvermenningarlega skipulagða leiðtogarannsókn til þessa[9].
  • Frá árinu 2018 hefur Inga verið meðlimur í leiðtogateymi FEELS verkefnisins[10].
  • Inga er yfirmaður verkefnis Erasmus Plus, samstarfsverkefnis Íslands, Litháens og Serbíu sem snýr að sjálfbærri stjórnun verkefna[11]. Stefnt er að því að verkefnið sé stafrækt til ársins 2023.

Stjórnunar- og sérfræðingsstörf breyta

Í maí 2018 stofnaði Inga Rannsóknarmiðstöð um Verkefnastjórnun við Háskóla Íslands[12] og var formaður miðstöðvarinnar til ársins 2020. Inga hefur verið stjórnarmaður við WOW University frá árinu 2019[13]. Inga er einnig gestaprófessor við Háskólann í Vilnius[14] og fleiri háskóla.

Inga var ræðumaður um leiðtogahraða 500 leiðtoga Philip Morris í Eystrasaltsríkjunum árið 2021. Hún er einnig einn ræðumanna á EBIT 2021[15].

Inga, ásamt Bryndísi Pjetursdóttur, Vigdísi Leu Birgisdóttur, og Eddu Ýri Georgsdóttur, héldu reglulega viðburði sem kallaðir voru „Failure nights“ þar sem ýmsir úr viðskiptalífinu fluttu fyrirlestra um mikilvægi mistaka og hvernig á að læra af mistökum[16].

Viðurkenningar breyta

Árið 2020 var Inga tilnefnd sem vísindamaður ársins af People tímaritinu í Litháen[17]. Hún var tilnefnd fyrir virka þátttöku í leiðtogarannsóknum, þá sérstaklega fyrir miðlun þekkingar fyrir almenning um leiðtogamennsku og forystu. Árið 2020 var Inga skipuð af utanríkisráðuneyti Litháens sem heiðursræðismaður lýðveldisins Litháen á Íslandi[18].

Inga er meðhöfundur að bókinni Demystifying Leadership in Iceland sem var tilnefnd til bókaverðlauna EURAM árið 2018[19]. European Academy of Management (EURAM) var stofnað árið 2001 og er tileinkað framgangi stjórnunar sem fræðigreinar í Evrópu[20].

Inga hefur verið meðal 4% mest lesnu vísindamannanna á Academia.edu[21] sem er bandarísk vefsíða fyrir fræðimenn með yfir 160 milljónir skráðra notenda[22].

Einkalíf breyta

Inga Minelgaite er dóttir Liudvikas Minelga (1957-2016), rafeindatæknis, frumkvöðuls og stjórnanda, og Jovita Minelgiene (f. 1962), með MSc í uppeldisfræði og frumkvöðuls með ástríðu fyrir heilbrigðu líferni. Inga á tvo syni.

Tilvísanir breyta

  1. „Inga Minelgaité - Prófessor | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
  2. „Yfir 40 fá framgang í starfi | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
  3. „Verkefnastjórnun við HÍ hlýtur styrk til alþjóðlegra rannsókna | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
  4. „Inga Minelgaité - Prófessor | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
  5. „Lifelong learning“. European Parliament (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 2. mars 2021. Sótt 20. ágúst 2021.
  6. „Inga Minelgaite Snæbjörnsson“. www.mbl.is. Sótt 20. ágúst 2021.
  7. „Yfir 40 fá framgang í starfi | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
  8. „Inga Minelgaite Snæbjörnsson“. www.mbl.is. Sótt 20. ágúst 2021.
  9. „GLOBE Project“. www.globeproject.com (enska). Sótt 20. ágúst 2021.
  10. „Project leaders“. The FEELS Project (enska). 3. ágúst 2021. Sótt 20. ágúst 2021.
  11. „Þrír rannsóknastyrkir til fræðimanna á Félagsvísindasviði | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
  12. „Rannsóknarmiðstöð um verkefnastjórnun | Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands“. ibr.hi.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2021. Sótt 20. ágúst 2021.
  13. „Taryba | WoW University | Universitetas nesustabdomoms moterims“. WoW University (litháíska). Sótt 20. ágúst 2021.
  14. „MBA ENTREPRENEURSHIP“. VU Business School (bresk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 20. ágúst 2021. Sótt 20. ágúst 2021.
  15. „VADOVŲ KONFERENCIJA EBIT“ (bandarísk enska). Sótt 20. ágúst 2021.
  16. „Mikilvægt að gera mistök“. www.frettabladid.is. Sótt 20. ágúst 2021.
  17. „Apdovanojimai „Žmonės 2020": nominantai ir laimėtojai | ŽMONĖS.lt“. www.zmones.lt (litháíska). Sótt 20. ágúst 2021.[óvirkur tengill]
  18. „Litháar og Íslendingar fagna 30 ára vináttu“. www.mbl.is. Sótt 20. ágúst 2021.
  19. „Árelía Eydís Guðmundsdóttir“. Kvennabókmenntir (enska). Sótt 20. ágúst 2021.
  20. „EURAM - European Academy of Management“. euram.academy. Sótt 20. ágúst 2021.
  21. „Inga Minelgaite | University of Iceland - Academia.edu“. hi.academia.edu. Sótt 20. ágúst 2021.
  22. „Academia.edu - Share research“. www.academia.edu. Sótt 20. ágúst 2021.