Ingólfur Arnarson (togari)

Ingólfur Arnarson var nýsköpunartogari smíðaður í Bretlandi og keyptur af nýsköpunarráði. Hann var nefndur í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni sem talið er að hafi verið fyrsti landnámsmaður Íslands. Hann var seldur sem brotajárn til Spánar árið 1974.

Mikil athöfn var haldin í Reykjavík þegar Ingólfur Arnarson kom í fyrsta sinn að bryggju, 17. febrúar 1947. Við það tækifæri tóku Jóhann Þ. Jósefsson, sjávarútvegsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Gísli Jónsson alþingismaður og Guðmundur Ásbjörnsson forseti bæjarstjórnar til máls.

TenglarBreyta

   Þessi siglingagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.