Indverskur makríll

Indverskur makríll (fræðiheiti: Rastrelliger kanagurta) er makríltegund úr Scombridae fjölskyldunni. Þaðan er hann kominn af borrum (e. Perciformers)[1] en það er stærsti ættbálkur hryggdýra og telja um 40% allra fiska í heiminum, eða um 7000 tegunda til hans. (Wikipedia, e.d.) Til gamans má geta að einkenni borra er sú að bakuggar og raufaruggar skiptast í tvennt þar sem fremri hlutinn er með harða geisla og sá aftari með mjúka geisla. Þeir eru venjulega með kviðugga með einum hörðum geisla og allt að fimm mjúkum, ýmist undir hálsinum eða á maganum.

Mörg önnur skemmtileg nöfn má finna á fiskinum, en á enskri síðu Wikipedia þar stendur meðal annars að hann sé kallaður t.d. “Kembung” í Indónesíu og  “Bangda” á Indverskri mállýsku sem heitir Marathi.

Staðsetning og heimkynni makrílsins

breyta

Makrílinn er helst að finna í Indlandshafi og vesturhluta Kyrrahafsins þar sem svæðið hefst hjá Rauðahafi og Austur Afríku sem liggur síðan alla leið í vestur til vesturhluta Indónesíu. Frá norðri liggur það síðan alla leið frá Kína og nær suður til Ástralíu.[2] En á þessu svæði líður honum best í grunnu vatni (20-90 metra djúpu) við strendurnar, þar sem sjávarhiti er ekki kaldari en 17 gráður. Best líður honum þó í 25 – 27 gráðu heitu vatni. (Fishbase, e.d.) Fullvaxnir fiskar af þessari tegund má finna meðal annars við strendur landsins, við bryggjusvæði/hafnir og í djúpum lónum og ám.  Þá oftast í gruggugu vatni sem er þakið plöntusvifi og þess háttar.

Hrygningarsvæði fisksins má finna í kringum Indland í mars fram að september og síðan í kringum Seychelles eyjarnar frá september að mars. Ástæðan fyrir því að hrygningarstaðirnir séu tveir er sú að Indland liggur á norðurhveli jarðar en Seychelles eyjarnar á suðurhveli. Þar með eru sitthvorir tímarnir mjög hentugir eftir veðurfari og árstíðum á sínu svæði.[3]

Hrygningin á sér stað í lotum. Eggin eru lögð í vatnið og eru utan frjóvguð. Indverski makríllinn gætir síðan ekki eggja sinna, heldur eru þau skilin eftir til að myndast, þróast og þroskast sjálf. Seiði nærast síðan á plöntusvifi líkt og kísilþörungum og litlum dýrasvifum, meðal annars skelkröbbum. Þegar þau eldast og þroskast, styttast garnirnar þeirra og matarræði þeirra breytist.

Fullorðinn makríll af þessari tegund nærist því fyrst og fremst á lifrum, rækjum og minni fisk sem verður á hans vegi.[4]   

Útlit og útlitseinkenni

breyta

Lögun fisksins er hóflega djúp, en höfuðið er aðeins dýpra en líkaminn sjálfur. Kjálkinn er ekki mjög sjáanlegur enda fellur hann að augnbeininu sjálfu, en verður þó sýnilegra alveg við augað.[5] Indverski makríllinn hefur þunnar, dökkar og langsumar línur á efri part búksins, sem geta þó verið gyllt á einstaka fiskum.

Einnig er á honum að finna svatan blett á búknum nálægt eyrugganum (pectoral fin) sem einkennir hann vel. Bakuggar (e. dorsal fins) eru gulleitir með svarta enda á meðan kviðuggar (e. caudal) og eyruggar (e. pectoral fins)  eru einungis gulleitir. Hinir uggarnir eru dökkir.[5]

Makríllinn getur orðið allt að 35cm langur, en meðalstærð hans er í kringum 25 centimetra. Makríllin hefur sundmaga.

Veiðar og aflatölur

breyta

Indverski makríllinn er að mörgu leyti mjög mikilvæg fisktegund. Veiðar þess eru oftast skráðar sem “Rastrelliger spp” þar sem tegundin er veidd ásamt Rastrelliger Brachysoma. Síðustu 25 ár hefur heimsafli Indverska makrílsins (án Rastrelliger Brachysoma) verið frá 96.000 tonnum allt að 193.000 tonnum árlega. Síðan 1984 hafa tegundirnar verið veiddar saman og hafa farið yfir 300.000 tonn. Í vesturhluta Indlandshafi hefur aflinn verið um sem mestur, eða í kringum 185.00 tonn að meðaltali á ári hverju, þar af talinn langmest vera R. kanagurta. Hinsvegar hefur verið veitt í austurhluta Indlandshafi um 224.000 tonn af blönduðum tegundum, og þar um 43.000 tonn af honum Indverska. Hann er veiddur ýmist í hringnót, botnvörpu eða með sérstaklega gerðum bambus-gildrum sem Indverjar hafa hannað og gert í gegnum tíðina. Aðallega eru það Indverjar sem veiða makrílinn en hann er síðan seldur ferskur, frosinn, niðursuðaður í dós, þurr-saltaður og reyktur.

Heimildir

breyta
  1. Rastrelliger kanagurta. Integrated Taxonomic Information System. Sótt 28. nóvember 2009.
  2. Froese, Rainer; Pauly, Daniel (eds.) (2009). "Rastrelliger Kanagurta" in FishBase. September 2009 version.
  3. The IUCN Red list, 2011.
  4. The IUCN Red list, 2011. 
  5. 5,0 5,1 „FAO fact sheet“. Afrit af uppruna á 6. ágúst 2018. Sótt 28. nóvember 2009.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.