il Giornale er sjöunda stærsta dagblað Ítaliu, gefið út í Mílanó. Ritstjóri er Alessandro Sallusti. Einkunarorð blaðsins að minnsta kosti nú um mundir eru "40 ANNI CONTRO IL CORO" sem þýðist sem í fjörtíu ár gegn kórnum en blaðið er einmitt rúmlega fertugt, stofnað 1974.

Það er í megineigu Silvio Berlusconi í gegnum eignarhaldsfélagið Fininvest sem á 58.3% í blaðinu. Fininvest er stýrt af Marina Berlusconi, elstu dóttur Silvio Berlusconi og heldur utan um auk il Giornale ýmis önnur stór fyrirtæki svo sem AC Milan og ýmsar sjónvarpstöðvar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.