Hyndluljóð er gamalt kvæði sem stundum er flokkað sem Eddukvæði. Það er aðeins að finna í heild sinni í Flateyjarbók en sum erindi eru í Snorra-Eddu, en þar eru þau sögð vera hluti af Völuspá hinni skömmu. Verkið er talið frá 12. öld.

Hyndla, Freyja og Hildisvíni.

Hyndluljóð fjallar um Freyju sem fer að hitta tröllkonuna Hyndlu til að biðja hana um að koma með sér til Valhallar. Þær halda svo þangað. Freyja ríður Hildisvína og Hyndla úlfi. Ástæða ferðarinnar er sú að Freyja vill að Hyndla telji upp niðja Óttars fyrir goðunum svo hann geti komið höndum yfir arf sinn.

Tenglar

breyta
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.