Hvalormur eða síldarormur (fræðiheiti Anisakis simplex) er  hringormur sem eru sníkjudýr í hvölum og fiskum. Hvalormur getur valdið bráðaofnæmi og er Ansakiasis sýking sem stafar af hvalormi en fyrsta tilvik slíkrar sýkingar kom fram í Hollandi 1955 hjá fólki sem hafði borðað hráa síld. Hvalormur (einnig kallaður síldarormur) heldur sig mest í innyflum og þunnildum fisksins en getur farið í fiskflök ef fiskur er ekki slægður strax. Hvalormur er afar harðger og þolir seltu og hita en drepst við mikinn hita og einnig drepast lirfur ef síld er fryst í tvo sólarhringa fyrir verkun. Fyrsti millihýsill hvalorms er krabbadýr eins og ljósáta sem síðan er étin af uppsjávarfiskum. Stærri ránfiskar éta uppsjávarfiskana og þeir eru síðan étnir af hvölum. Hvalormslirfa finnst oftast í þunnildum og við gotrauf.

Anisakis simplex

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Þráðormar (Nematoda)
Flokkur: Secernentea
Ættbálkur: Ascaridida
Ætt: Anisakidae
Ættkvísl: Anisakis
Tegund:
A. simplex

Tvínefni
Anisakis simplex
(Rudolphi, 1809)
Lífsferill hvalorms

Heimildir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.