Hugo Pratt (Ugo Eugenio Prat, 15. júní 192720. ágúst 1995) var ítalskur myndasöguhöfundur sem var einkum þekktur fyrir ítarlegar bakgrunnsrannsóknir fyrir sögulegar skáldsögur eins og Corto Maltese. Hann er hluti af „Feneyjahópnum“ svokallaða, ásamt myndasöguhöfundunum Fernando Carcupino og Dino Battaglia og leikstjóranum Damiano Damiani.

Hugo Pratt árið 1989.

Pratt fæddist í Rimini en eyddi æskuárunum í Feneyjum. Faðir hans var atvinnuhermaður og þegar Pratt var 10 ára fluttist fjölskyldan til Eþíópíu. Faðir hans var tekinn fanga 1941 og lést ári síðar. Pratt og móður hans var haldið í fangabúðum í Dire Dawa. Eftir stríðið flutti Pratt til Feneyja.

Í Feneyjum hóf hann útgáfu myndasögutímaritsins Asso di Picche ásamt fleirum. Sögur hans slógu í gegn í Argentínu og þangað flutti hann 1949 ásamt fleiri ítölskum myndasöguhöfundum. Árið 1962 flutti hann aftur til Ítalíu og hóf að semja myndasöguútgáfur af klassískum ævintýrabókum fyrir tímaritið Il Corriere dei Piccoli. Árið 1967 hóf hann útgáfu á þekktustu sögu sinni, Una ballata in mare salato, í tímaritinu Il Sergente Kirk. Tveimur árum síðar hóf hann að þróa röðina Gli scorpioni del deserto þar sem sögusviðið er Austur-Afríka. Milli 1970 og 1984 bjó Pratt í Frakklandi þar sem hann skrifaði sögur um þekktustu persónu sína, feneyska ævintýramanninn Corto Maltese, fyrir tímaritið Pif Gadget. Hann skrifaði einnig tvær sögur fyrir lærisvein sinn, Milo Manara.

Frá 1984 til dauðadags bjó Pratt í Sviss.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.