Hugo Egmont Hørring (17. ágúst 184213. febrúar 1909) var danskur lögfræðingur og forsætisráðherra frá 1897 til 1900.[2]

Hugo Hørring
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
23. maí 1897 – 27. apríl 1900
ÞjóðhöfðingiKristján 9.
ForveriTage Reedtz-Thott
EftirmaðurHannibal Sehested
Persónulegar upplýsingar
Fæddur17. ágúst 1842
Kaupmannahöfn, Danmörku
Látinn13. febrúar 1909 (66 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku[1]
StjórnmálaflokkurHægriflokkurinn
HáskóliKaupmannahafnarháskóli

Ævi og störf breyta

Hugo Hørring var sonur verslunarmanns í Kaupmannahöfn og lauk lagaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1868. Að útskrift lokinni tók við embættisferill, fyrst í innanríkisráðuneytinu og árið 1882 tók hann við stöðu forstjóra Hinnar konunglegu Grænlandsverslunar.

Árið 1894 var hann gerður að innanríkisráðherra, þrátt fyrir að hafa einungis starfað sem embættismaður en ekki tekið virkan þátt í stjórnmálum. Hann tók við forsætisráðherrastöðunni af Tage Reedtz-Thott og lenti þegar í sama þráteflinu þar sem meirihluti þingmanna í neðri deild þingsins var ansnúinn stjórninni. Þessar sífelldu deilur leiddu að lokum til afsagnar hans árið 1900 og lauk þar með stuttum pólitískum ferli hans.

Tilvísanir breyta

  1. H. Hørring í Dansk biografisk leksikon, 3. útgáfa 1979-1984 (sótt 6. júní 2021)
  2. Danske regeringer 1848-1901 úr Danmarkshistorien / Aarhus Universitet (sótt 6. júní 2021)


Fyrirrennari:
Tage Reedtz-Thott
Forsætisráðherra Danmerkur
(23. maí 189727. apríl 1900)
Eftirmaður:
Hannibal Sehested