Hringbogi

Hringbogar voru mikið notaðir í Rómverskri byggingarlist. Hringboga má oft finna í höllum og söfnum. Einnig voru einhvers konar sigurhringbogar byggðir um allt Rómaveldi. Þeir voru minnismerki til heiðurs keisurum og öðru fyrirfólki eða til að minnast einhvers sigurs. Á þeim voru einn eða fleiri hringbogalaga inngangar og oft var vegur í gegn. Þessi stíll breiddist út og þó það sé mest af slíkum minnismerkjum á Ítalíu má finna þau um allan heim, þ.á m. í Frakklandi, á Spáni, Litlu-Asíu og Norður-Afríku. Fyrst voru þetta venjulega stórar steinblokkir með einu hringbogalaga opi í gegn um, sjá t.d. Títusarsigurbogann í Róm.

Hringbogi á kirkju í Duratón á Spáni.

Nú á tímum má finna dæmi um svona boga sem hafa verið byggðir mun seinna. Þar má nefna Sigurbogann í París í Frakklandi, Brandenborgarhliðið í Berlín, Sigurbogann í München, Marmarabogann í Lundúnum og Washington Arch í New York.

Íslensk dæmi um hringbogann má finna í kirkjum um allt land og sem dæmi má nefna gluggana í Bessastaðakirkju. Þeir eru hringbogalaga og voru gerðir af Finni Jónssyni sem afmælisgjöf handa Ásgeiri Ásgeirssyni, fyrrverandi forseta íslenska lýðveldisins.