Hraundrangi
Hraundrangi er 1075 metra hár fjallstindur á Drangafjalli í Öxnadal. Hann var lengi talinn ókleifur, en 5. ágúst 1956 var hann klifinn af tveimur Íslendingum og einum Bandaríkjamanni, sem voru Sigurður Waage, Finnur Eyjólfsson og Nicholas Clinch. Sagnir höfðu verið um að kista full af gulli væri geymdu upp á tindinum, en sú saga reyndist ekki á rökum reist að sögn klifurmannanna.
Hraundrangi | |
---|---|
Hæð | 1.075 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Hörgársveit |
Hnit | 65°35′24″N 18°35′43″V / 65.59°N 18.5952°V |
breyta upplýsingum |
Hraundrangi er ekki síst þekktur vegna ljóðs Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok, sem hefst á línunum „Ástarstjörnu / yfir Hraundranga / skýla næturský.“
Nafnið er oft haft í fleirtölu, Hraundrangar, en það er rangt, enda er dranginn aðeins einn. Drangafjall skilur að Öxnadal og Hörgárdal og Hraundrangi blasir einnig við úr innanverðum Hörgárdal en þeim megin er hann yfirleitt aðeins nefndur Drangi.
Heimildir
breyta- Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1981). Landið þitt Ísland (H-K). Örn og Örlygur hf. bls. 127-128
- „Hraundrangi en ekki Hraundrangar. Dagur, 25. október 1995“.
Sjá einnig
breytaMyndir
breyta