Hồ Chí Minh-borg

(Endurbeint frá Ho Chi Minh borg)

Hồ Chí Minh-borg (Víetnamska: Thành phố Hồ Chí Minh) er stærsta borg Víetnam. Hún var mikilvæg hafnarborg í Kambódíu en Víetnamar náðu henni á sitt vald á 16. öld. Hún hét Saigon en nafninu var breytt eftir Víetnamstríðið í „Hồ Chí Minh-borg“. Nafnið „Saigon“ er þó enn algengt í almennri notkun.

Ho Chi Minh-borg
Thành phố Hồ Chí Minh
Borg
Viðurnefni: 
Thành phố mang tên Bác
(Borgin sem ber nafn Ho frænda)
Ho Chi Minh-borg er staðsett í Víetnam
Ho Chi Minh-borg
Ho Chi Minh-borg
Hnit: 10°46′32″N 106°42′07″A / 10.77556°N 106.70194°A / 10.77556; 106.70194
LandVíetnam
Stofnun1698
Stjórnarfar
 • FlokksritariNguyễn Văn Nên
Flatarmál
 • Samtals2.061,2 km2
Mannfjöldi
 (2022)
 • Samtals9.389.700
TímabeltiUTC+07:00
Póstnúmer
700000–740000
Svæðisnúmer28
Vefsíðahochiminhcity.gov.vn

Nafn borgarinnar

breyta

Upprunalegt nafn borgarinnar var Gia Dinh en árið 1862, eftir að Frakkar gerðu gervallt svæðið að nýlendu sinni, kusu þeir að nefna borgina „Saïgon“.

Árið 1975, þegar Víetnamstríðinu lauk, var nafni borgarinnar breytt í Hồ Chí Minh-borg.

Þegar Víetnamskir landnemar komu úr norðri á 17. öld til þess staðar sem borgin stendur voru þar fyrir nokkrir þjóðflokkar, þeirra á meðal Khmerar, Stieng og Ma. Talið er að þessir landnemar hafi aðallega verið fátækir smábændur. Einnig voru með í för hermenn og opinberir fulltrúar sem áttu að taka land í suðri og flóttafangar.

Í sögubókum er staðurinn Mo Xoai nefndur sem landnámsstaður, en hann er talinn vera við ströndina þar sem Ba Ria er í dag. Landnemarnir tóku svo meira land, þar á meðal staðinn sem Hồ Chí Minh-borg stendur. Um 10.000 manns höfðu sest að í borginni um miðja 17. öld.

Svæðið í kring um Hồ Chí Minh-borg er mjög ákjósanlegt til jarðræktar, en stórfljótið Mekong rennur þarna til sjávar. Af þessari ástæðu hefur landbúnaður verið mikilvægur fyrir uppbyggingu borgarinnar, en einnig voru viðskipti og handverksala stunduð á þessum tíma.

Á fyrri hluta 20. aldar var vald Frakka á nýlendum sínum farið að minnka. Auknar skærur og uppreisnir gerðu þeim erfitt fyrir, sérstaklega á tímum heimsstyrjaldanna tveggja. Víetnamskir sjálfstæðissinnar undir forystu Hồ Chí Minh náðu valdi yfir landinu í Ágústbyltingunni, en urðu fyrir það miklum skakkaföllum vegna ólæsis flestra íbúanna, hungursneyðar og innrása að stjórn þeirra hélt ekki lengi. Samt sem áður er Ágústbyltingin talin mikilvægt skref í sjálfstæðisbaráttu landsins. Kínverjar réðust inn í landið úr norðri og Bretar úr suðri, en þeir voru á höttunum eftir japönskum uppgjafarhermönnum. Bretar aðstoðuðu Frakka síðan við að hertaka landið aftur. Innrásaherir þessir steyptu byltingarstjórninni af stóli, en þeim hafði verið meinilla við hana frá því hún náði völdum.

Frakkar gerðu suðurhluta landsins að sérstakri nýlendu árið 1945 með Saigon að höfuðborg en það skipulag viðhöfðu þeir einnig 100 árum fyrr. Margir borgarbúar sem og aðrir Suður-Víetnamar börðust áfram gegn Franskri hersetu í landinu.

Árið 1954 voru Kínverjar hraktir frá norðurhlutanum og hlaut Norður-Víetnam þar með sjálfstæði. Frakkar voru sigraðir við Điện Biên Phủ og yfirgáfu landið. Kommúnistar mynduðu stjórn í Hanoi og áætlað var að kosningar yrðu haldnar tveimur árum síðar til að kjósa um sameiningu landsins. Stjórnin í Saigon undir forsæti Ngo Dinh Diem neitaði hins vegar að halda umræddar kosningar. Hann naut stuðnings Bandaríkjanna sem vildu ekki að kommúnistar næðu völdum í öllu landinu.

Hồ Chí Minh var tilbúinn að ráðast á Suður-Víetnam færi svo að kosningarnar færu ekki á þann veg að sameining yrði. Í suðri voru kommúnistar og aðrir stjórnarandstæðingar ofsóttir; þeir handteknir eða teknir af lífi.

Diem varð sífellt óvinsælli m.a. vegna spillingarmála, og héldu Bandaríkjamenn að sér höndum þegar valdarán var framið og Diem tekinn af lífi. Þetta olli hins vegar auknum óstöðugleika í landinu og nýttu Norður-Víetnamar sér það og juku stuðning við skemmdarverkamenn fyrir sunnan landamærin.

Herstjórar í Saigon áttu í sífellt meiri erfiðleikum með að hafa stjórn á skemmdarverkamönnum og stjórnarandstæðingum og kom að því að Bandaríkjamenn fóru að hafa mikil bein afskipti af stjórn Suður-Víetnam. Auknar skærur milli stuðningsmanna kommúnista og Bandaríkjamanna leiddu af sér Víetnamstríðið.

Eftir að Norður-Víetnamar náðu öllu landinu á sitt vald voru löndin tvö sameinuð í eitt, og Hanoi gerð höfuðborg. Nafni Saigon var breytt í Hồ Chí Minh-borg í höfuðið á stjórnmálamanninum sem hafði verið hvað mest í framlínunni í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Ho Chi Minh City“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. júlí 2006. Fyrirmynd greinarinnar var „Vietnam War“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. júlí 2006.

Tenglar

breyta