Hlín
(Endurbeint frá Hlín (norræn goðafræði))
Hlín er gyðja í norrænni goðafræði. Hún er verndargyðja og ein af þjónustumeyjum Friggjar.
Ritaðar heimildir um Hlín
breytaNafn Hlínar kemur fyrir bæði í Völuspá og í Gylfaginningu. Í Völuspá er hún nefnd á nafn þegar greint er frá viðureign Óðins og Fenrisúlfs í Ragnarökum:
|
Í þessu erindi virðist Hlín aðeins vera annað nafn á Frigg.[2][3] Talað er um dauða Óðins sem „annan harm“ Hlínar og mun sá fyrri þá vera dauði Baldurs. Hugsanlegt er að Hlín hafi upphaflega aðeins verið eitt af viðurnefnum Friggjar en hafi síðar verið túlkuð sem önnur persóna, meðal annars af Snorra Sturlusyni við ritun Snorra-Eddu.
Í Gylfaginningu er Hlín talin upp í upptalningu á ásynjum. Hún er sú tólfta í röðinni og þar segir um hana:
Tólfta Hlín, hon er sett til gæzlu yfir þeim mönnum, er Frigg vill forða við háska nökkurum. Þaðan af er þat orðtak, at sá, er forðast, hleinir.[4] |
Tilvísanir
breyta- ↑ „Völuspá“. Snerpa. Sótt 16. apríl 2019.
- ↑ „Ásynjur“. Ásatrúarfélagið. Sótt 16. apríl 2019.
- ↑ Sigurður Nordal (2. febrúar 1923). „Völuspá“. Árbók Háskóla Íslands. Sótt 16. apríl 2019.
- ↑ Snorri Sturluson. „Gylfaginning“. Snerpa. Sótt 16. apríl 2019.