Hlíð í Skíðadal

Hlíð er bær í Skíðadal og tilheyrir Dalvíkurbyggð. Bærinn er austan Skíðadalsár nokkru utan við Hnjúk. Hlíð er ungt býli og var byggð út úr Hnjúkslandi 1897. Í dag er rekið lítið sauðfjárbú í Hlíð.