Opna aðalvalmynd

Hjálp:Tungumáltenglar/Hugmynd frá Hebresku Wikipedia

Þetta er þýðing frá Hebresku Wikipedia.

Hebreska wikipedian heldur úti verkefni þar sem síðum án tungumálatengla er raðað eftir gerð þeirra. Síðunum er bætt við á lista svo einfaldara sé að finna sambærilega grein á öðrum wiki.

Til dæmis, ef tungumálatengil vantar á grein um plöntu, þá myndi hinum hefðbundna notanda finnast erfitt að finna slíka grein á erlendum wiki, því að þá þyrfti hann þekkingu í líffræði; en notandi sem hefur góða líffræðiþekkingu myndi geta farið yfir listann, fundið samsvarandi grein, og ef hún væri ekki til þá gæti hann skrifað hana.

Önnur hliðarverkun þessara lista er að sjálfkrafa eru búnar til greinar á öðrum wiki verkefnum um staðbundin mál. Á hebresku wikipediu eru þessar greinar um Ísrael, sögu gyðinga og menningu þeirra, en hægt er að aðlaga listann að þínu eigin tungumáli og auka þannig fjölda þeirra wikipedia sem fjalla um menningu landsins. Þetta vinnur gegn hlutdrægni.

Síðunum er raðað eftir gerð með einföldu og ósýnilegu sniði, sem kallast {{תבנית:אין בינוויקי}} (það þýðir "engir tungumálatenglar"; hægt er að breyta nafninu á einfaldan hátt. Sniðið tekur á móti tveimur stikum: dagetningunni, sem er notuð til að reikna kælitíma hennar (sjá síðar) og gerð síðnana. Já, það er rétt - ólíkt flokkunum, eru nokkrar gerðir skráðar í einn samfelldan lista (sem er enn einn kosturinn við kerfið).

Síður sem þurfa alls ekki tungumálatengilBreyta

Það getur komið fyrir að síða þurfi ekki tungumálatengil. Á alþjóðavísu segjum við ekki að síður líti út fyrir að hafa eingöngu mikilvægi fyrir menningu landsins, þrátt fyrir að síðar gætum við fundið mælikvarða fyrir mikilvægi þeirra.

Við höfum uppgvötvað að lítil þörf er fyrir tungumálatengla fyrir hugtök sem hafa aðra merkingu á okkar tungumáli og skipta ekki máli fyrir önnur tungumál. Við höfum búið til hóp fyrir þessar síður. Á íslensku lítur hann út á þennan hátt:

  • {{Engir tungumálatenglar|dagsetning=~~~~~|gerð=aðgreiningarsíða eingöngu á Íslensku}}

Þetta heldur þessum síðum í sér hópi, sem er stundum farið yfir. Ábendingar varðandi þetta eru velkomnar.

Tæknileg atriðiBreyta

  • Dembing frá http://download.wikimedia.org er skönnuð með skriftu.
  • Allar síður sem hafa enga tungumálatengla og hafa ekki "engir tungumálatenglar" sniðið er bætt við á listann undir hópnum "aðrir".
  • Síður sem hafa sniðið "engir tungumálatenglar" er bætt við í viðkomandi flokk
  • Notendur fara yfir listann
  • Ef síða finnst á erlendri wikipediu er wikipedia tenglum bætt við hana og tengli á hebresku wikipediu er bætt við á erlendu síðuna. (Eftir að það hefur verið bætt við tengli á erlenda wikipedia síðu tekur það venjulega þrjár síður þangað til að allar síðurnar tengjast á hebresku wikipediuna á þremur dögum).
  • Ef notandinn finnur ekki sambærilega síðu á erlendri wikipediu og síðan hefur ekki sniðið "engir tungumálatenglar", þá bætir hann við sniðinu með upplýsingum:

{{Engir tungumálatenglar|dagsetning=~~~~~|gerð=gerð1; gerð2; gerð3}}

Í þessu dæmi hefur nafn sniðsins og stikana verið þýtt á íslensku og þeim er hægt að breyta. Fimm tildir gefa upp dagsetninguna.

"Kælingartími"Breyta

Margar síður eru án tungumálatengla og því er settur kælingartími á síðuna. Síða er ekki skráð í verkefninu á meðan kælingartímanum stendur. Kælingartíminn er 120 dagar. Útfærsla þessarar aðgerð er enn í vinnslu og ábendingar varðandi hana eru velkomnar.

Tungumálatengla flækja og vandamálBreyta

Skriftan finnur einnig nokkrar gerðir af vandamálum í tungumálatenglum:

  1. Nokkrar greinar á erlendum wiki tengja á eina grein á öðrum wiki.
  2. Ein grein frá wikipediu tengir á nokkrar greinar á erlendum wiki.