Hinn flokkurinn var grínframboð í Alþingiskosningunum 1979. Flokkurinn bauð einungis fram í Reykjavíkurkjördæmi og fékk um 150 atkvæði. Aðstandendur framboðsins voru einkum ungt fólk á aldrinum 20 til 25 ára. Oddviti framboðsins var myndlistarneminn Helgi Friðjónsson en heiðurssætið skipaði Jörmundur Ingi Hansen, síðar allsherjargoði Ásatrúarmanna.

Slagorð framboðsins var: Ekki kjósa okkur, kjóstu hinn flokkinn og einkenndist kosningabaráttan af ýmum listrænum gjörningum. Þannig var særingarmaður á vegum flokksins látinn kveða niður verðbólgudrauginn á Lækjartorgi. Helstu baráttumál flokksins snerust þó um tilslakanir í vímu- og fíkniefnalöggjöfinni, með því að heimila sölu á áfengum bjór og neyslu á kannabis. Var stefnu framboðsins lýst sem félagslegum anarkisma.

Tenglar

breyta