Sexliðaháttur

(Endurbeint frá Hetjulag)

Sexliðaháttur (einnig nefndur hexametur, hetjulag eða sjöttarbragur) er forngrískur bragarháttur. Hann er venjulega órímaður, með fimm rétta þríliði og einn réttan tvílið eða tvö áhersluatkvæði (gr. spondeios) í hverri braglínu en enga erindaskiptingu. Sexliðaháttur er algengur í söguljóðum t.d. kviðum Hómers. Sexliðaháttur myndar distikon ásamt fimmliðahætti (pentametri). Sexliðahætti bregður fyrir í íslenskum skáldskap á 17. öld og var algengur á 19. öld.

Áherslur sexliðaháttar:

Svv / Svv / Svv / Svv / Svv /Sv.

SS / Svv / Svv / Sv / Svv / Sv.

Þar sem við himninum hám 
hrímbjartur jökullinn ljómar 
og horfir á hafgeima út, 
hjúpaður, gráleitum mekki,	
teygist fjallgarður fram, 
en fjöllum ber þar af öðrum	
Hamraendahnúkurinn stór 
með hjarðir í grösugum syllum.

Kvæði undir sexliðahætti eftir Steingrím Thorsteinsson.

Mikilvægt einkenni er það á daktílsku hexametri, að í einum bragliðanna, som oftast er sá þriðji, verður svo kallað rof (hér fyrir neðan eftir ljós og mánans):

Heill þér, hugþekka ljós. Til hirðis nú fer ég að veislu.
Lýstu því mér í stað mánans sem miklu fyrr tekur að renna.

Til kvöldstjörnunnar eftir Bíon - Steingrímur Thorsteinsson þýddi.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.