Hermann Ottósson var framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi 2013–2016

Ævi breyta

Hermann er fæddur í Neskaupstað 1955. Hermann lauk prófi í mannfræði og félagsfræði frá HÍ 1983 og Cand. Mag. prófi í mannfræði og félagsfræði frá Árósaháskóla 1987. Hann lauk MBA prófi frá Viðskiptaháskólanum í Árósum 1988 með áherslu á stefnumótun, stjórnun og mannauð.

Hann var framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi 2013–2016 og þar áður forstöðumaður Markaðsþróunar- og fyrirtækjaþjónustu Íslandsstofu. Hermann var meðeigandi og síðan eigandi Auglýsingastofu Reykjavíkur og Íslensku Internetþjónustunnar. 
Árið 1991 tók hann að sér að vera framkvæmdastjóri Fagráðs bleikjuframleiðenda. Starfið fól í sér að móta ímynd íslenskrar bleikju á erlendum mörkuðum, kynningu á bleikjunni erlendis og öflun viðskiptasambanda fyrir söluaðila. Heima sneri starfið m.a. að skipulagningu á víðtæku samstarfi bleikjuframleiðenda um markaðs- og gæðamál.