Hermann Jón Tómasson

Hermann Jón Tómasson (fæddur 13. apríl 1959 á Akureyri) er fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri.

Hermann Jón ólst upp á Dalvík og stundaði nám í Dalvíkurskóla, Menntaskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og í Texas Tech University. Hann hefur einnig stundað nám í stjórnun við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hermann hefur lengst af unnið við kennslu, ráðgjöf og stjórnun í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Hermann var varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar 2002-2006 og bæjarfulltrúi 2006-2012. Hann var formaður bæjarráðs 2006-2009 og bæjarstjóri á Akureyri í ár, 2009-2010.

Hermann er kvæntur Báru Björnsdóttur leikskólakennara og eiga þau þrjú börn.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.