Heimsborgarahyggja

hugmyndafræði þar sem allir einstaklingar tilheyra sama samfélaginu

Heimsborgarahyggja er hugmyndafræði þar sem stefnan er sú að allir einstaklingar hafa sömu réttindi og sömur reglur gilda fyrir alla, óháð kyni, útliti eða þjóðerni. Sameiginlegi þátturinn á að vera hið mannlega, ekki þjóðræna.[1][2] Mannlegi þátturinn er mikilvægur og það á að fara eftir siðferðislegum viðmiðum og reglum, óháð landamærum og hugsanlegum lögum innan þeirra. Siðferðislegi ramminn sem við öll tilheyrum sem mannfólk með mannréttindi er mikilvægara en allt annað. Einnig á velferð fólksins að vera helsta markmiðið í aðgerðum innan heimborgarahyggjunnar, óháð þeim óheppilegu eða neikvæði afleiðingum sem slíkar aðgerðir gætu haft í för með sér fyrir aðra.[3] Landamæri eru ekki mikilvæg í hugum heimsborgarahyggjusinna því við mannkynið og siðferðisviðmið okkar eru stórvægilegri.

Heimildir breyta

  1. Richard Shapcott (2014). The Globalization of World Politcis: International Ethics. Oxford University Press. bls. 199-201. ISBN 978-0-19-965617-2.
  2. http://dictionary.reference.com. „http://dictionary.reference.com/browse/cosmopolitan?s=t“. http://dictionary.reference.com/browse/cosmopolitan?s=t. Sótt 27.október 2014.
  3. Richard Shapcott (2014). The Globalization of World Politcis: International Ethics. Oxford University Press. bls. 199-201. ISBN 978-0-19-965617-2.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.