Húsari er nafn á riddaraliðsmönnum í léttvopnuðu riddaraliði sem á uppruna sinn að rekja til Ungverjalands á 15. öld. Þar voru húsarar upphaflega serbneskir hermenn sem flúðu til Ungverjalands eftir innrás Tyrkjaveldis í Serbíu á 14. öld. Hersveitir húsara voru notaðar sem landamærasveitir með ránsleyfi, svipað og kósakkar í Rússlandi, við landamærin að Tyrkjaveldi. Í Pólsk-litháíska samveldinu tóku pólskir húsarar við af þungvopnuðu riddaraliði sem kjarninn í riddaraliðinu á 16. öld við mikinn orðstír.

Prússneskur húsari 1744

Húsarasveitir breiddust einkum út í Evrópu á 18. öld. Þannig notaði Friðrik mikli húsara mikið í Austurríska erfðastríðinu og jafnvel Rússar komu sér upp húsarasveitum fyrir Sjö ára stríðið 1756.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.