Húsagatilskipunin eða Anordning om Hustugt paa Island var tilskipun Kristjáns 6. Danakonungs um tilhögun uppeldis, menntunar og trúarlífs á Íslandi. Hún var gefin út 3. júní 1746 og birt á Alþingi 1747. Íslensk þýðing hennar staðfest af Halldóri Brynjólfssyni Staðarstað 6. ágúst 1746 var prentuð á Hólum 1746 og öðru sinni árið 1749. Titill hennar er Tilskipan um húsagann á Íslandi.

Tengill

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.