Höfðaborgin var íbúðaþyrping timburhúsa í Reykjavík sem stóð skammt fyrir ofan Höfða. Þar voru 104 30 fm bráðabirgðaíbúðir í mjóum lengjum þar sem voru sex íbúðir í hverri lengju. Kynding í íbúðunum var með kolaofn og var íbúðunum ætlað að leysa úr húsnæðiseklu í Reykjavík eftir seinni heimsstyrjöldina. Fyrst voru reist 12 íbúðahús og voru þau flest innan þríhyrningslaga svæðis sem afmarkaðist af Samtúni, Höfðatúni og Borgartúni en seinna voru byggð fjögur íbúðahús til viðbótar sem voru við Borgartún. Fyrstu íbúar fluttu inn árið 1941 og en vorið 1942 var búið að leigja allar 104 íbúðirnar út og bjuggu um 560 manns þá í þessum húsum. Húsin voru illa einangruð og einungis á tréstaurum sem reknir voru niður í mýrina sem þarna var. Höfðaborgin var leiguhúsnæði á vegum borgaryfirvalda. Höfðaborgin var rifin árið 1974.

Höfðaborgin, Pólarnir við suðurenda Laufásvegar og Selbúðirnar voru öreigabyggðir Reykjavíkur.

Heimildir breyta