Hótel Búðir
Hótel Búðir er hótel og veitingastaður í Snæfellsbæ á Vesturlandi. Hótelið er byggt við smáþorpið Búðir og staðsett á vestasta odda Snæfellsness innan svæðis sem kallast Búðahraun og er skilgreint friðland síðan 1977[1]. Upphaflega var það opnað sem gistiheimili og fiskveitingastaður árið 1947 á lóð gamallar íbúða-verslanasamstæðu. Því var breytt í hlutafélag árið 1956.[2]
Hótel Búðir | |
Rekstrarform | Einkahlutafélag |
---|---|
Staðsetning | Búðum í Snæfellsbæ á Vesturlandi |
Starfsemi | Hótel- og veitingarekstur |
Vefsíða | www |
Hótelið eyðilagðist algjörlega í eldi þann 21. febrúar 2001[3] en var endurbyggt á sama stað og hófst fullur reksturs hótelsins aftur 14. júní 2003.[2] Árið 2022 var ný álma byggð við hótelið.[4]

Tilvísanir
breyta- ↑ „Umhverfisstofnun | Búðahraun“. Umhverfisstofnun. Sótt 21 febrúar 2025.
- ↑ 2,0 2,1 „Sagan“. Hótel Búðir (bandarísk enska). Sótt 21 febrúar 2025.
- ↑ „Hótel Búðir rústir einar“. www.mbl.is. Sótt 21 febrúar 2025.
- ↑ „Hótel Búðir tvöfalt stærra eftir breytingar“. www.mbl.is. Sótt 21 febrúar 2025.