Hótel Búðir ​​er hótel og veitingastaður í Snæfellsbæ á Vesturlandi. Hótelið er byggt við smáþorpið Búðir og staðsett á vestasta odda Snæfellsness innan svæðis sem kallast Búðahraun og er skilgreint friðland síðan 1977[1]. Upphaflega var það opnað sem gistiheimili og fiskveitingastaður árið 1947 á lóð gamallar íbúða-verslanasamstæðu. Því var breytt í hlutafélag árið 1956.[2]

Hótel Búðir
Rekstrarform Einkahlutafélag
Staðsetning Búðum í Snæfellsbæ á Vesturlandi
Starfsemi Hótel- og veitingarekstur
Vefsíða www.hotelbudir.is

Hótelið eyðilagðist algjörlega í eldi þann 21. febrúar 2001[3] en var endurbyggt á sama stað og hófst fullur reksturs hótelsins aftur 14. júní 2003.[2] Árið 2022 var ný álma byggð við hótelið.[4]

Hótel Búðir árið 2024.

Tilvísanir

breyta
  1. „Umhverfisstofnun | Búðahraun“. Umhverfisstofnun. Sótt 21 febrúar 2025.
  2. 2,0 2,1 „Sagan“. Hótel Búðir (bandarísk enska). Sótt 21 febrúar 2025.
  3. „Hótel Búðir rústir einar“. www.mbl.is. Sótt 21 febrúar 2025.
  4. „Hótel Búðir tvöfalt stærra eftir breytingar“. www.mbl.is. Sótt 21 febrúar 2025.