Hólmfríður Magnúsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir (f. 20. september 1984) er íslensk fyrrum knattspyrnukona. Árið 2010 var hún valin knattspyrnukona ársins af KSÍ.[1] Hólmfríður spilaði fyrir hönd Íslands frá 2003 til 2017 og tók þátt í EM 2009 og 2013.
Hólmfríður Magnúsdóttir | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Hólmfríður Magnúsdóttir | |
Fæðingardagur | 20. september 1984 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Ísland | |
Hæð | 171 cm | |
Leikstaða | tengiliður | |
Yngriflokkaferill | ||
KR | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2000–2004 | KR | 53 (37) |
2005 | ÍBV | 14 (11) |
2006 | KR | 12 (19) |
2006–2007 | Fortuna Hjørring | ?? |
2007–2008 | KR | 31 (33) |
2009 | Kristianstads DFF | 21 (5) |
2010–2011 | Philadelphia Independence | 31 (4) |
2011 | Valur | 8 (6) |
2012–2016 | Avaldsnes/A.I.L | 70 (45) |
2017 | KR | 13 (6) |
2019–2020 | Selfoss | 25 (9) |
2020 | Avaldsnes/A.I.L | 4 (1) |
2020–2021 | Selfoss | 11 (3) |
Landsliðsferill2 | ||
2000 2001-2002 2002-2006 2003-2017 |
Ísland U-17 Ísland U-19 Ísland U-21 Ísland |
4 (1) 8 (1) 14 (3) 113 (37) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Eftir að hafa tilkynnt að hún væri hætt í mars 2021[2] þá snérist henni hugur mánuði seinna og hóf leik með með Selfossi.[3] Sumarið 2021 lék hún í 11 deildarleikjum og skoraði 3 mörk. Í ágúst 2021 tilkynnti Selfoss að Hólmfríður væri barnhafandi að sínu öðru barni og að skórnir væru endanlega komnir á hilluna.[4]
Landsliðsferill
breytaHólmfríður lék sinn fyrsta leik fyrir Ísland í 1–0 tapi í vináttuleik á móti Bandaríkjunum þann 16. febrúar 2003. Alls lék hún 113 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 37 mörk.[5]
Heimildir
breyta- ↑ „Gylfi og Hólmfríður knattspyrnufólk ársins 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2013. Sótt 18. desember 2010.
{{cite web}}
: Margir|archivedate=
og|archive-date=
tilgreindir (hjálp); Margir|archiveurl=
og|archive-url=
tilgreindir (hjálp) - ↑ Runólfur Trausti Þórhallsson (16. mars 2021). „Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna“. Vísir.is. Sótt 21. mars 2021.
- ↑ Ingvi Þór Sæmundsson (28. apríl 2021). „Hólmfríður hætt við að hætta og spilar með Selfossi í sumar“. Vísir.is. Sótt 28. apríl 2021.
- ↑ Hjörtur Leó Guðjónsson (17. ágúst 2021). „Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna“. Vísir.is. Sótt 18. ágúst 2021.
- ↑ Brynjar Ingi Erluson (16. mars 2021). „Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna“. Fótbolti.net. Sótt 21. mars 2021.
Tenglar
breyta- Hólmfríður Magnúsdóttir á KSÍ.is