Hæringur var verksmiðjuskip sem var keypt af íslensku hlutafélagi frá Bandaríkjunum árið 1948 til síldarvinnslu. Hæringur var stærsta skip sem Íslendingar höfðu eignast fram að því, tæpar 7000 lestir, 117 metrar að lengd og 15,5 metrar að breidd. Saga þess var þó ekki glæsileg. Lá það lengstum við eystri hluta Ægisgarðsins og tók þar upp mestan hluta viðleguplássins, sökum síldarskorts. Hæringur fékkst þó lítillega við karfabræðslu en síðustu tvö árin lá það við mynni Elliðavogs og Grafarvogs. Hafði skipinu verið siglt upp í moldarbakka sem þar var. Á þessum stað stóð skipið þar til það var selt til Noregs í september 1954 og var notað til Kínasiglinga þaðan.

Hæringur var smíðaður í Buffalo 1901 og var því 47 ára gamall þegar hann kom til Íslands. Upphaflega var skipið til þess að flytja járngrýti, en síðar tók bandaríski herinn það í sína þjónustu á stríðsárunum. Hinir nýju íslensku eigendur létu breyta því og setja í það vélar til síldarvinnslu. Þetta var þó á þeim árum sem síldarveiðin brást við Íslandsstrendur.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.