Hægri grænir

(Endurbeint frá Hægri Grænir)

Hægri grænir var stjórnmálaflokkur á Íslandi sem var stofnaður í 2010.

Hægri grænir
Formaður Guðmundur Franklín Jónsson
Stofnár 17. júní 2010
Höfuðstöðvar Barónsstíg 47, 101 Reykjavík
Einkennislitur Græn
Vefsíða www.XG.is

Saga Hægri grænna

breyta

Hægri grænir, flokkur fólksins var stofnaður af Guðmundi Franklín Jónssyni, Lúðvíki Lúðvíkssyni og Sveinbirni Árnasyni upp úr andstöðu þeirra og nokkurra aðgerðarsinna við Icesave samningana. Fyrir stofnun flokksins 17. júní 2010 hafði formaður flokksins Guðmundur Franklín Jónsson barist hatramlega gegn því að þjóðin borgaði ólögvarðar Icesave kröfur Breta og Hollendinga. Barátta formannsins byrjaði í mars 2009, en hann var fyrsti aðgerðasinninn sem gerði þetta að pólitísku baráttumáli. Þetta gerði hann með stofnun Facebook hóps til að hvetja forseta Íslands, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson til dáða, nýta sér málskotsréttinn og neita að samþykkja Icesavelögin sem samþykktu greiðslur til Breta og Hollendinga. Hópurinn endaði í meira en 19.000 einstaklingum. Það má segja að flokkurinn hafi byrjað að mótast eftir þetta á meðal Facebook vina í samræðum og hugmyndin um nýjan endurreisnarflokk, flokk millistéttarinnar og smáfyrirtækja hafi kviknað. Flokk sem myndi verja einstaklingsfrelsið.

Hægri grænir var síðan formlega stofnaður á Þingvöllum þann 17. júní 2010, og flutti formlega 9. júlí 2012 í húsnæði í gömlu Heilsuverndarstöðinni að Barónsstíg 47, 101 Reykjavík. Ekkert flokksgjald var rukkað inn og öll starfsemi var háð frjálsum framlögum. Flokkurinn fékk úthlutað listabókstafnum „G“.

Flokkurinn var lagður niður árið 2016 og gekk til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Hægri græn­ir heyra sög­unni tilMbl. skoðað 21. feb, 2019.