Háaleitisvegur var gata í Reykjavík sem var undanfari núverandi Háaleitisbrautar. Gatan lá frá gamla Múlahverfi, um það bil þar sem nú er Fellsmúli, suður yfir Háaleitis- og Bústaðahverfi og niður í Fossvog, þar sem Stóragerði liggur nú.

Háaleitisvegur hvarf úr gatnakerfi Reykjavíkur um 1965, þegar Miklabraut var lögð austur frá Grensási.

Heimildir breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.