Gusthlaup

Gusthlaup (eða gjóskuhlaup) eru hlaup sem koma úr eldgosum en renna ekki eftir jörðinni heldur þjóta gegnum loftið. Þau eru eðlislétt, næstum eins og ský, draga allt súrefni í andrúmsloftinu í sig. Búast má við gusthlaupum úr eldgosum sem mynda háan gosmökk. Um leið og gosmökkur nær 10–20 km hæð má búast við gusthlaupi. Gusthlaup tengjast súrum sprengigosum.

Gusthlaup á ÍslandiBreyta

Líklegt er talið að gusthlaup hafi orðið við Öræfajökulsgosið mikla 1362 þó hingað til hafi aðallega verið talað um gjóskufall og jökulhlaup sem fylgdu því. Uppgröftur á bæjum í Öræfum (bæjunum Gröf og Bær) virðist styðja það. Öræfajökulsgosið 1362 er eitt mesta sprengigos hér á landi á sögulegum tíma Sambærilegt gusthlaup við það sem líklega varð í Öræfum varð á eynni Martinique í Karíbahafi árið 1902 en þá kom gusthlaup úr eldfjallinu Mt. Pelée. Í Pompeii á Ítalíu varð gusthlaup árið 79 og dóu allir borgarbúar.

HeimildirBreyta