Gúppí

(Endurbeint frá Guppy)

Gúppí-fiskar, einnig kallaðir guppy eða gúbbí, (fræðiheiti: Poecilia reticulata) eru einir útbreiddustu hitabeltisfiskar heims og einir vinsælustu gælufiskarnir. Þeir tilheyra ættkvísl Poecilia og ættinni Poeciliidae og eru gotfiskar. Gúppífiskar eru nefndir í höfuðið á Robert John Lechmere Guppy, áhugamanni í náttúrufræðum, sem sendi fiska frá Trínidad og Tóbagó til Náttúrugripasafnsins í London árið 1866.

Gúppí

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Tannkarpar (Cyprinodontiformes)
Ætt: Poeciliidae
Ættkvísl: Poecilia
Tegund:
P. reticulata

Útbreiðslukort Poecilia reticulata
Útbreiðslukort Poecilia reticulata
Afbrigði gúppía.
Kven- og karlfiskur.

Náttúrulegt útbreiðslusvæði gúppífiska er norðaustanverð Suður-Ameríka og við Karíbahaf en þeir hafa verið fluttir víðs vegar um heim. Í sumum tilvikum var tilgangurinn með flutningi þeirra að stemma stigu við moskítóflugum, vegna þess að fiskarnir éta lirfur þeirra.

Fiskarnir lifa í torfum í ferskvatni en þola ísalt vatn. Kjörhitastig þeirra er um 25-28 gráður. Þeir eru helst í litlum lækjum og tjörnum. Karlfiskarnir eru smærri (1,5-3 cm) en kvenfiskarnir (3-6 cm) og hafa skrautlegri ugga og sporð. Því skærari litir, þeim mun meira aðlaðandi er karlinn í augum kvenfisksins. Aðalfæða þeirra eru þörungar og skordýralirfur. Ævilengd hjá villtum fiskum eru um 2 ár. Gúppíar geta átt afkvæmi með mollífiskum en þá verða þau karlkyns og ófrjó.

Heimild breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist