Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Íslensk fyrrum knattspyrnukona

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (f. 15. september 1981) er íslenskur fjármálahagfræðingur og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu. Hún hóf knattspyrnuferil sinn í KR en lék einnig með Breiðablik og sænska liðinu Djurgårdens IF Dam. Hún lék yfir hundrað leiki fyrir landslið Íslands í knattspyrnu.[1]

Guðrún S. Gunnarsdóttir
Upplýsingar
Fullt nafn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Fæðingardagur 15. september 1981 (1981-09-15) (42 ára)
Fæðingarstaður   
Leikstaða varnarmaður
Yngriflokkaferill
KR
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1996-2005 KR 97 (8)
2006-2007 Breiðablik 27 (6)
2008 KR 18 (2)
2009- Djurgårdens IF Dam 17 (2)
Landsliðsferill2
1996-1998
1997-1999
1998-2000
1999-2009
Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
13 (0)
7 (3)
17 (0)
65 (1)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 8. maí 2021.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
8. maí 2021.

Guðrún Sóley lauk BS prófi í fjármálum frá University of Notre Dame 2005 og MS gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla íslands árið 2008. Hún starfaði um tíma hjá Riksbanken, sænska Seðlabankanum og hefur starfað hjá Seðlabanka Íslands.[2]

Afrek breyta

  • Fimmfaldur Íslandsmeistari
  • Þrefaldur bikarmeistari

Viðurkenningar breyta

  • Leikmaður Breiðabliks 2007.
  • Leikmaður KR 2008.
  • Íþróttamaður Seltjarnarness 1999.

Heimildir breyta

  • „KSÍ - EM stelpurnar - Guðrún Sóley Gunnarsdóttir“. Sótt 16. ágúst 2009.
  • "Gudrun Soley Gunnarsdottir" Geymt 10 maí 2016 í Wayback Machine. Svenska fotbollförbundet, skoðað þann 16. ágúst 2009.


Tilvísanir breyta

  1. „Laus við látlausan höfuðverk“, Morgunblaðið 30. september 2012 (skoðað 8. maí 2021)
  2. Vb.is, „Guðrún snýr aftur“ (skoðað 8. maí 2021)