Guðmundur Einarsson (prestur á Staðarstað)

Guðmundur Einarsson (um 15681647) var skólameistari í Hólaskóla og síðan prestur á Staðarstað í rúmlega 40 ár og prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi frá 1624.

Guðmundur var sonur Einars Hallgrímssonar prests á Útskálum, föðurbróður Guðbrands Þorlákssonar biskups, og konu hans Þóru Eyvindardóttur. Guðmundur stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla í tvo vetur en hélt þá heim til Íslands og varð skólameistari Hólaskóla 1595. Árið 1603 fór hann til Kaupmannahafnar að nýju en Páll, sonur Guðbrands biskups, tók við skólameistarastarfinu. Gumundur kom svo aftur og varð prestur á Staðarstað á Snæfellsnesi árið 1605 og sat þar til dauðadags. Hann var prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi frá 1624. Hann samdi harðorða ritið Hugrás um galdur og Fjandfælu Jóns Guðmundssonar lærða.

Kona Guðmundar var Elín Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Jónssonar sýslumanns og klausturhaldara á Reynistað. Þau áttu fjórar dætur sem upp komust, þær Helga, Sólveig, Ólöf og Guðríður.

Heimildir breyta

  • „„Skólameistaratal á Hólum í Hjaltadal". Norðanfari, 31.-32. tölublað 1882“.